Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní 2025 kl. 11:00:
Hátíðarguðsþjónusta undir berum himni á íhugunarbrautinni við Rósagarðinn í Laugardal. Séra Sigurður Jónsson þjónar og Kór Áskirkju syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar. Greið gönguleið vestanmegin að messustaðnum frá Sunnuvegi um heimreið að gömlu gróðrarstöðinni, og austanmegin frá leikskólanum Vinagarði eftir gangstíg við bílastæði skólans.
Allir velkomnir, gjarnan í þjóðbúningum – og vissara getur verið að taka með sér regnhlíf!
Gleðilega hátíð!