Fréttir

Gleðilegt sumar!

Á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 2025, verður ekkert helgihald í Áskirkju.

Sunnudaginn 27. apríl 2025 verður messa og ferming kl. 13:00. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason.

Næsta samverustund Opins húss eldri borgara í Ássókn og Laugarnessókn verður fimmtudaginn 8. maí 2025.

Sóknarnefnd og starfsfólk Áskirkju óskar sóknarbörnum og öðru kirkjufólki gleðilegs sumars með þakklæti fyrir veturinn.