Aðventuhátíð, 8. desember 2024 kl. 13
Sunnudagurinn 8. desember er 2. sunnudagur í aðventu og þá er aðventuhátíð Áskirkju haldin kl. 13. Prestur er sr. Ásta Ingibjörg Pétursdóttir og ræðumaður er Margrét Rut Valdimarsdóttir guðfræðinemi. Fermingarbörn flytja helgileik og Kór Áskirkju syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. Heitt súkkulaði og piparkökur að stund lokinni.