Fréttir

Fyrsti sunnudagur í aðventu, 1. desember 2024

Guðsþjónusta kl. 13:00 – kveikt á fyrsta kertinu á aðventukransinum. Séra Ursula Árnadóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Ekkó (Eldri kennarakórinn) syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. Dagmar Helga Bjartsdóttir leikur á fiðlu og einsöngvari er Jóhanna Ósk Valsdóttir. Kaffisopi í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar að guðsþjónustu lokinni.