Fréttir

Uppstigningardagur – kirkjudagur aldraðra í Laugarneskirkju, 30. maí 2019

Sameiginleg guðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða í Laugarneskirkju kl. 14:00. Séra Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og séra Sigurður Jónsson prédikar. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Veglegar kaffiveitingar eftir guðsþjónustu í boði Kvenfélags Laugarneskirkju og Safnaðarfélags Ásprestakalls. Guðsþjónustan markar lok sameiginlegs vetrarstarfs eldri borgara í sóknunum tveimur.

Vinsamlegast látið messuboðin berast, komið sjálf og bjóðið vinum með ykkur til kirkju.