Minning – Vilhjálmur Hjálmarsson 1938-2023
Vilhjálmur Hjálmarsson arkitekt er látinn. Hann lést þann 17. ágúst sl. 85 ára að aldri. Vilhjálmur starfaði lengst af á Teiknistofunni við Óðinstorg sem hann stofnaði ásamt Helga Hjálmarssyni bróður sínum, arkitekti, og Vífli Oddssyni verkfræðingi. Vilhjálmur teiknaði fjölmargar merkar byggingar og þeirra á meðal er Áskirkja sem hann teiknaði ásamt Helga bróður sínum en auk þeirra bræðra teiknaði Haraldur Haraldsson innviði kirkjunnar. Í Ássókn er Vilhjálms minnist með þakklæti fyrir góða viðkynningu og hans fallega höfundarverk sem Áskirkja er. Útför Vilhjálms verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík, í dag, 24. ágúst 2023 kl. 13.