Fréttir

Annar sunnudagur í níuviknaföstu, 24. febrúar 2019:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi leiðir samverustund sunnudagaskólans, og séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari við messuna. Kór Áskirkju leiðir sönginn og Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Kaffi á könnu og safi í glasi í Ási að afloknu embætti.