3. sunnudagur eftir trínitatis, 7. júlí 2019
Sumarferð Safnaðarfélags Ásprestakalls í Borgarfjörð.
Ferðalangar taka þátt í messu í Reykholtskirkju kl. 14 þar sem séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur, djákna Ássafnaðar, og séra Sigurður Jónsson sóknarprestur Ásprestakalls prédikar.
Messa í Áskirkju fellur niður þennan sunnudag af þessum sökum.
Áskirkja verður lokuð vegna sumarleyfa sóknarprests og starfsfólks frá 8. júlí til 19. ágúst, og liggur helgihald kirkjunnar niðri á meðan. Afleysingaþjónusta er sem hér segir:
8.-24. júlí: Séra Eva Björk Valdimarsdóttir, héraðsprestur, sími 822 3832.
25.-31. júlí: Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir, héraðsprestur, sími 869 9659.
1.-19. ágúst: Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur, sími 898 6302.