Áskirkja

 

Messur og safnaðarstarf

Messur
Alla sunnudaga milli 11-12. Oftar en ekki er boðið uppá kaffi að lokinni messu.

Sunnudagaskólinn
hefst samtímis messunni kl. 11:00 og er alla sunnudaga yfir vetrartímann.
Í sunnudagaskólanum fer fram skírnarfræðsla sem byggir á viðurkenndu fræðsluefni fyrir börn frá fræðsludeild Þjóðkirkjunnar. Starfandi djákni og fl.  annast fræðsluna sem er í ýmsu formi; söng, brúðuleikhúsi, myndasögum, biblíusögum og ævintýrum, tuskudýrin fá knús, börnin læra bænir, föndra og fá hressingu í lokin.

Fermingarfræðslan er alla miðvikudaga kl. 15:30 í neðra safnaðarheimilinu.

Kyrrðarstundir
eru kl. 12:00 alla fimmtudaga. Í upphafi stundar leikur Magnús Ragnarsson á orgelið, því næst er stutt helgistund með ritningarlestri, hugleiðingu og fyrirbæn.

Opið hús
er alla fimmtudaga frá kl. 12:30 til kl. 15:00 í neðra safnaðarheimili.
Dagskráin hefst með  léttum hádegisverði sem kostar kr. 700. Því næst er spil, spjall, prjónaskapur og gestir koma í heimsókn einu sinni  í mánuði.
Kl. 14:15 hefst söngstund við píanóið með Magnúsi Ragnarssyni organista.
Allir velkomnir.

Leikskólinn Vinagarður er heimsóttur mánaðarlega, síðasta fimmtudag hvers mánaðar. Þar er sungið, dansað, hlustað á biblíusögu og brúður heilsa upp á börnin.

Þjónusta við heimili og stofnanir í Ássókn:

Áskirkja þjónar ýmsum stofnunum í sókninni með helgistundum, samverum og guðsþjónustum.
Á félagsmiðstöðvunum að Norðurbrún 1 og Dalbraut 27 eru samverur með djákna  hálfsmánaðarlega og guðsþjónustur mánaðarlega.
Í Fríðuhúsi, dagþjálfun minnissjúkra eru helgistundir tvisvar í mánuði.
Vikulegar helgistundir og mánaðarlegar guðsþjónustur eru haldnar á hjúkrunarheimilinu Skjóli og barnastundir eru á leikskólanum Vinagarði.

 

 

Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 581-4035 og 588-8870 , fax 581-4060 · Kerfi RSS