Áskirkja

 

Sunnudagurinn 21. október – 20. sunnudagur eftir trínitatis

Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guðfræðinema og Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna, sem annast samveru sunnudagaskólans. Rebbi og Mýsla bregða á leik. Fermingarbörn aðstoða. Félagar úr Kór Áskirkju syngja, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu.

Sigurður Jónsson, 19/10 2012

Miðvikudagurinn 17. október

Opið hús

Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12:00. Magnús Ragnarsson organisti leikur kyrrðartónlist til kl. 12:10. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur annast helgistund, en hugvekju flytur Viðar Stefánsson guðfræðinemi. Léttur hádegisverður við vægu gjaldi (kr. 500) kl. 12:30. Síðan spil og spjall, og kl. 14:15 hefst söngstund í umsjá Magnúsar organista.

Sigurður Jónsson, 17/10 2012

Sunnudagurinn 14. október

Messa og barnastarf kl. 11:00
 Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Önnu Þóru Paulsdóttur guðfræðinema.
Ása Laufey Sæmundsdóttir og Viðar Stefánsson guðfræðinemar sjá um samveru sunnudagaskólans. Fermingarbörnin aðstoða.
Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Þorgerður Ólafsdóttir nemandi við Söngskólann í Reykjavík, syngur einsöng.

Messuþjónahópar – Kynningarfundur eftir messu                                                  Kynningarfundur um starf messuþjónahópa verður haldinn í Áskirkju eftir messu sunnudaginn 14. október. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur og Anna Þóra Paulsdóttir guðfræðinemi segja frá starfi leikmanna við helgihaldið, sem víða hefur gefist vel, aukið kirkjusókn og eflt liðsandann í kirkjustarfinu.
Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í slíku starfi í Áskirkju eru velkomnir og eindregið hvattir til að koma á fundinn, sem hefst að loknum kaffisopa eftir messu um kl. 12:30.

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 11/10 2012

Fimmtudagurinn 11.október

Krakkaklúbburinn kl.15-17.00

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 10/10 2012

Miðvikudagurinn 10.október

Kl. 12:00 Kyrrðarstund í kirkjunni. Lifandi kyrrðartónlist leikin til kl. 12:10,
síðan er stutt helgistund með ritningarlestri, hugleiðingu og fyrirbænum.

Kl. 12:30 Léttur hádegisverður í safnaðarheimili ásamt léttri dagskrá.

Kl. 14:15 Söngstund með Magnúsi organista.

Kl. 15:00 Síðdegiskaffi

Kl. 15:30  Fermingarfræðslan

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 10/10 2012

7.október fengu fermingarbörn 2013 afhentar Biblíur að gjöf frá Safnaðarfélagi Áskirkju

Frá afhendingu Biblíunnar. Myndin er af hluta fermingarbarnahóps 2013

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 7/10 2012

Sunnudagurinn 7. október

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna sem leiðir samveru sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju syngja, organisti Magnús Ragnarsson. Kirkjukaffi eftir messu í boði fermingarbarnanna. Þar verða börnunum afhentar Biblíur að gjöf frá Safnaðarfélagi Áskirkju.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00 í umsjá séra Sigurðar Jónssonar. Organisti Magnús Ragnarsson, forsöngvari Elma Atladóttir.

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 6/10 2012

Minningartónleikar um Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson sunnudaginn 7. október kl. 20:00

Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson var merkur ungur maður, hann var einn helsti málvísindamaður okkar Íslendinga með doktorspróf í fræðunum, fróður, skemmtilegur og eldheitur jafnréttissinni sem lét að sér kveða í þeim efnum eftir að eignast dóttur fyrir nokkrum árum.

Gunnar Hrafn drukknaði við Eyrarsundsbrúna þann 4. ágúst í fyrra þar sem hann var við köfun, aðeins 35 ára gamall. Hann skilur eftir sig konu, fósturson og fyrrnefnda dóttur.

Vinir hans og kunningjar hafa ákveðið að stofna til minningartónleika um Gunnar Hrafn, á afmælisdegi Rögnu dóttur hans þann 7. október næstkomandi kl. 20:00 í Áskirkju við Norðurbrún.
Flytjendur gefa vinnu sína og allur ágóði fer í sjóð fyrir börnin hans.

Á dagskránni er fjölbreytt tónlist í léttari kantinum og stór hópur flytjenda kemur fram. Það eru Diljá Sigursveinsdóttir fiðla, Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanó, Grímur Helgason klarínett, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Hrönn Þráinsdóttir píanó, Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúna, Jón Svavar Jósefsson barítón, Ólöf Sigursveinsdóttir selló, Pétur Húni Björnsson tenór, Snorri Heimisson fagott og Þórarinn Már Baldursson víóla.

Aðgangseyrir verður 2500 krónur en það verð er einungis viðmiðun, enginn þarf frá að snúa þó þeir geti ekki greitt svo mikið og eins er öllum í sjálfsvald sett að greiða meira inn.

Magnús Ragnarsson, 3/10 2012

Miðvikudagurinn 3. október

Kl. 12:00 Kyrrðarstund í kirkjunni. Lifandi kyrrðartónlist leikin til kl. 12:10,
síðan er stutt helgistund með ritningarlestri, hugleiðingu og fyrirbænum.

Kl. 12:30 Léttur hádegisverður í safnaðarheimili ásamt léttri dagskrá.

Kl. 14:15 Söngstund með Magnúsi organista.

Kl. 15:00 Síðdegiskaffi

Kl. 15:30  Fermingarfræðslan

Eva Björk Valdimarsdóttir, 3/10 2012

Þriðjudagurinn 2. október

Fræðslukvöld Starfs- og leikmannaskóla þjóðkirkjunnar

Eins og kunnugt er verður þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október um nýja stjórnarskrá þar sem meðal annars verður greitt atkvæðu um hvort ákvæði um þjóðkirkju eigi að vera í stjórnarskránni. Starfs- og leikmannaskóli þjóðkirkjunnar býður til kynningar og umræðu um þetta mál á fræðslukvöldi með dr. Hjalta Hugasyni og sr. Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur í efra safnaðarheimili klukkan 19-21. Einnig verður kynntur upplýsingavefur þjóðkirkjunnar um þjóðaratkvæðagreiðsuna. Þátttaka er öllum opin en fólk er beðið um að skrá sig hjá Kristínu Arnardóttur á Biskupsstofu s. 528 4000 eða kristin.arnardottir@kirkjan.is.

Spilakvöld Safnaðarfélags Áskirkju

Spilakvöldið verður auðvitað á sínum stað í safnaðarheimilinu á neðri hæðinni klukkan 20:00. Gengið er inn um neðri inngang kirkjunnar og eru allir hjartanlega velkomnir.

Eva Björk Valdimarsdóttir, 29/9 2012

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Föstudagur

Kl. 14:00 Guðsþjónusta á Norðurbrún 1 (fyrsta föstudag í mánuði)
Kl. 14:00 Guðsþjónusta á Dalbraut 27 (síðasta föstudag í mánuði)
Kl. 20:00 AA-fundur í Dal, neðri hæð.

Dagskrá ...