Áskirkja

 

Fimmtudagurinn 6. des.

Krakkaklúbburinn kl. 15 – 17:00

Málum piparkökur og hlustum á jólalögin !

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 6/12 2012

Miðvikudagurinn 5.desember

Kl. 12:00 Kyrrðarstund í kirkjuskipi; 
Sálmar, ritningarlestur, hugvekja og fyrirbænir.

Kl. 12:30  Opið hús í safnaðarsal; léttur hádegisverður,
Kl. 13:00  Gestur opna hússins  Ólöf I Davíðsdóttir djáknakandídat.
Kl. 14:15   Söngstund með Magnúsi organista
Kl. 15:00   Kaffi

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 4/12 2012

Sunnudagur 2. desember – Fyrsti sunnudagur í aðventu

Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guðfræðinema og Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna sem annast samveru sunnudagaskólans. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson.  

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Sr. Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar, forsöngvari Elma Atladóttir, organisti Friðrik Vignir Stefánsson. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Aðventuhátíð Ássafnaðar kl. 16. Hugvekju flytur Eva Björk Valdimarsdóttir kirkjuvörður og guðfræðinemi. Börn úr 10-12 ára starfi og fermingarbörn flytja helgileiki. Kór Áskirkju syngur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Hafþór Jónsson flytur aðventu- og jólaljóð að eigin vali. Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni og sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur annast ritningarlestur og bænargjörð. Almennur söngur. Súkkulaði og piparkökur í boði Safnaðarfélags og sóknarnefndar Áskirkju í safnaðarheimilinu á eftir.

Sigurður Jónsson, 1/12 2012

Þriðjudagurinn 27.nóvember

Kl. 20:00 Spilakvöld Safnaðarfélagsins
í safnaðarsal á neðrihæð.

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 27/11 2012

Jólafundur og jólahlaðborð Safnaðarfélags Áskirkju

Jólafundur og jólahlaðborð Safnaðarfélags Áskirkju verður haldið í safnaðarheimili kirkjunnar fimmtudaginn 29. nóvember kl. 19. Húsið opnar kl. 18:30.

Á matseðli kvöldsins er grafinn lax með sinnepssósu, jólasíld með rúgbrauði, innbakað hreindýrapaté, hamborgarhryggur, sykurgljáðar kartöflur ásamt meðlæti, og kaffi og konfekt á eftir.

Happdrætti, söngur, hugvekja.

Verð kr. 3.500.

Allur ágóði rennur til styrktar starfi Safnaðarfélags Áskirkju sem um árabil hefur treyst innviði safnaðarstarfsins með margvíslegu móti.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hjá kirkjuverði Áskirkju í síma 581 4035 eða hjá formanni Safnaðarfélagsins í síma 864 9135. Einnig má tilkynna um þátttöku með tölvupósti í netfangið kirkjuvordur@askirkja.is fyrir laugardaginn 24. nóvember n.k.

Allir vinir og velunnar Áskirkju og Safnaðarfélagsins velkomnir!

Stjórn Safnaðarfélags Áskirkju.

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 26/11 2012

Sunnudagurinn 25.nóvember

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00

Fjölbreytt dagskrá fyrir alla aldurshópa í umsjá Sr. Sigurðar,
Ásdísar djákna og Magnúsar organista. Fermingarbörn sýna brúðuleikþátt.

Mýsla og Rebbi á spjalli

 

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 23/11 2012

Jólafundur og jólahlaðborð Safnaðarfélags Áskirkju

Jólafundur og jólahlaðborð Safnaðarfélags Áskirkju verður haldið í safnaðarheimili kirkjunnar fimmtudaginn 29. nóvember kl. 19. Húsið opnar kl. 18:30.

Á matseðli kvöldsins er grafinn lax með sinnepssósu, jólasíld með rúgbrauði, innbakað hreindýrapaté, hamborgarhryggur, sykurgljáðar kartöflur ásamt meðlæti, og kaffi og konfekt á eftir.

Happdrætti, söngur, hugvekja.

Verð kr. 3.500.

Allur ágóði rennur til styrktar starfi Safnaðarfélags Áskirkju sem um árabil hefur treyst innviði safnaðarstarfsins með margvíslegu móti.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku hjá kirkjuverði Áskirkju í síma 581 4035 eða hjá formanni Safnaðarfélagsins í síma 864 9135. Einnig má tilkynna um þátttöku með tölvupósti í netfangið kirkjuvordur@askirkja.is fyrir laugardaginn 24. nóvember n.k.

Allir vinir og velunnar Áskirkju og Safnaðarfélagsins velkomnir!

Stjórn Safnaðarfélags Áskirkju.

Sigurður Jónsson, 21/11 2012

Miðvikudagurinn 21.nóvember

Kl. 12:00 Kyrrðarstund í kirkjuskipi; 
kyrrðartónlist, ritningarlestur, hugvekja og fyrirbænir.

Kl. 12:30 Opið hús í safnaðarsal; léttur hádegisverður, spil og spjall.
Kl. 14:15  Söngstund með Magnúsi organista
Kl. 15.00 Kaffi

 

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 20/11 2012

Sunnudagurinn 18. nóvember – 24. sunnudagur eftir trínitatis; næstsíðasti sunnudagur kirkjuársins

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Önnu Þóru Paulsdóttur guðfræðinema. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Ása Laufey Sæmundsdóttir og Viðar Stefánsson guðfræðinemar annast samveru sunnudagaskólans. Kaffisopi eftir messu.

Sigurður Jónsson, 16/11 2012

Fimmtudagurinn 15.nóvember

Krakkaklúbburinn kl.15 -17.00

Á dagskrá er m.a. ratleikurinn vinsæli

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 14/11 2012

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Þriðjudagur

Kl. 09:30 Bænastund á Dalbraut 27, setustofu í kjallara, í umsjón Þorgils Hlyns Þorbergssonar guðfræðings.
Kl.14:00 Samverustund Djákna á Norðurbrún 1, fyrsta og þriðja þriðudag í mánuði.
Kl. 14.00 Samverustund Djákna á Dalbraut 27, setustofu á 2.hæð. Annan og fjórða þriðjudag í mánuði.
Kl. 14:30 Helgistund í Fríðuhúsi, annan og fjórða þriðjudag í mánuði í umsjón sóknarprests.
Kl. 20:00 Spilakvöld, valin kvöld, Safnaðarfélags Ásprestakalls í Dal, neðri hæð.
Upplýsingar hjá Láru 695-7755.
Kl. 19:00 Kóræfing í Ási, efri hæð-Vocalist. (stjórnandi Sólveig s.694-3964)

Dagskrá ...