Áskirkja

 

3. sunnudagur eftir þrettánda, 21. janúar 2018:

Fjölskylduguðþjónusta kl. 11:00 í umsjá séra Sigurðar Jónssonar sóknarprests, Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og Dags Fannars Magnússonar guðfræðinema. Brúður, bænir, söngur, sögur. Tilvalin gæðastund á sunnudagsmorgni með yngsta fólkinu.

Sigurður Jónsson, 17/1 2018

2. sunnudagur eftir þrettánda, 14. janúar 2018:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi leiða samveru sunnudagaskólans. Kór Áskirkju syngur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könnunni að messu lokinni.

Sigurður Jónsson, 10/1 2018

1. sunnudagur eftir þrettánda, 7. janúar 2018:

Messa kl. 11:00. Skírn. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur, orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könnunni að messu lokinni.

Barnastarfið hefst á ný eftir jólahlé sunnudaginn 14. janúar 2018 kl. 11:00.

Sigurður Jónsson, 3/1 2018

Gamlárskvöld, 31. desember 2017:

Aftansöngur kl. 18:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Einsöng syngur Jóhanna Ósk Valsdóttir. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.  Fluttir verða Hátíðasöngvar séra Bjarna Þorsteinssonar.

Fyrsta messan í Áskirkju á nýju ári verður sunnudaginn 7. janúar og sunnudagaskólinn byrjar viku síðar, sunnudaginn 14. janúar 2018.

Gleðilegt nýár!

Sigurður Jónsson, 27/12 2017

3. sunnudagur í aðventu, 17. desember 2017:

Fjölskylduguðsþjónusta þriðja sunnudag í aðventu kl. 11:00  í umsjá séra Sigurðar, Benjamíns Hrafns og Dags Fannars.

Jólabarnaball á eftir í Dal, neðra safnaðarheimilinu.

Fjölmennum!

Sigurður Jónsson, 13/12 2017

2. sunnudagur í aðventu, 10. desember 2017:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samveru sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju leiðir messusöng. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffi eftir messu.
Aðventuhátíð Áskirkju kl. 16:00. Almennur söngur og kórsöngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar, ljóðalestur og helgileikur fermingarbarna. Ræðumaður séra Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur í Vík í Mýrdal. Súkkulaði og smákökur í boði sóknarnefndar Ássóknar og Safnaðarfélagsins í Ási á eftir.

Sigurður Jónsson, 6/12 2017

1. sunnudagur í aðventu, 3. desember 2017:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar leiða samverustund sunnudagaskólans. Kveikt á fyrsta kerti aðventukransins, spádómakertinu. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kammerkór Áskirkju leiða messusönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.

Eftir messu efnir Safnaðarfélag Ásprestakalls til laufabrauðs-útskurðar í Ási, og verður þar heitt á könnunni.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Almennur söngur. Vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Sigurður Jónsson, 29/11 2017

24. og síðasti sunnudagur eftir trínitatis, 26. nóvember 2017:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon leiða samverustund sunnudagaskólans. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hljómfélagið leiðir messusönginn undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 22/11 2017

Opið hús fimmtudaginn 23. nóvember 2017

Fimmtudaginn 23. nóvember verður Opið hús í Áskirkju frá kl. 12:00-14:00.
Fjölbreytt dagskrá: Helgistund og hádegisverður. Gestur dagsins, sr. Svavar Stefánsson fjallar um ævi Inga T. Lárussonar tónskálds.

ALLIR VELKOMNIR!

 

 

Sigurður Jónsson, 21/11 2017

23. sunnudagur eftir trínitatis, 19. nóvember 2017:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni leiðir samverustundina ásamt guðfræðinemunum Benjamín Hrafni Böðvarssyni og Degi Fannari Magnússyni. Sögur og söngvar, bænir og brúður. Foreldrar, afar og ömmur velkomin í fylgd barnanna. Hressing í Ási á eftir.

Sigurður Jónsson, 15/11 2017

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Þriðjudagur

Kl. 09:30 Bænastund á Dalbraut 27, setustofu í kjallara.
Kl. 14.00 Samverustund á Dalbraut 27, setustofu á 2.hæð. Annan og fjórða þriðjudag í mánuði.
Kl. 14:30 Helgistund í Fríðuhúsi, annan og fjórða þriðjudag í mánuði.
Kl. 20:00 Spilakvöld Safnaðarfélags Ásprestakalls í safnaðarheimili á neðri hæð, Dal.
(8. okt., 22. okt., 5. nóv. og 19. nóv.)
Kl. 19:00 Kóræfing Vocalist í safnaðarheimili á efri hæð, Ás.

Dagskrá ...