Áskirkja

 

2. sunnudagur eftir páska, 15. apríl 2018:

Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar leiða samverstund sunnudagskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffi í Ási að messu lokinni.

Áður auglýstum aðalsafnaðarfundi Ássóknar 2018 sem vera átti í Ási, efri safnaðarsal kirkjunnar að messu lokinni, er frestað af óviðráðanlegum orsökum. Fundurinn verður auglýstur síðar.

Sigurður Jónsson, 11/4 2018

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2018

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2018 verður haldinn sunnudaginn 15. apríl 2018, strax að lokinni messu sem hefst kl. 11:00.
Fundurinn verður í haldinn í Ási, efra safnaðarsal kirkjunnar.
Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf, kosningar og önnur mál.
Að loknum fundi verður boðið upp á veitingar.
Sóknarnefnd Ássóknar

Sigurður Jónsson, 7/4 2018

1. sunnudagur eftir páska, 8. apríl 2018:

Messa og barnastarf kl. 11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi leiða samverstund sunnudagskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Hljómfélagið syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könnunni í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 4/4 2018

Helgihald í dymbilviku og um páska 2018:

Skírdagur, 29. mars:

Messa á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Áskirkju syngja. Organisti Bjartur Logi Guðnason.

Sameiginleg messa Ás- og Laugarnessafnaða í Laugarneskirkju kl. 20. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur Ásprestakalls prédikar. Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar.

Föstudagurinn langi, 30. mars:

Sameiginleg guðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða í Áskirkju kl. 11. Séra Sigurður Jónsson og séra Davíð Þór Jónsson þjóna. Kór Laugarneskirkju syngur undir stjórn Elísabetar Þórðardóttur organista.

Páskadagur, 1. apríl:         

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Páskamorgunverður að guðsþjónustu lokinni í boði Safnaðarfélags Ásprestakalls í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar.

Sameiginleg barna- og fjölskylduguðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða verður kl. 11 á páskadag í skála Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal í umsjá sóknarprestanna og leiðtoga barnastarfs kirknanna. Komið verður saman við selalaugina í Húsdýragarðinum þar sem selirnir verða fóðraðir á páskasíldinni, og þaðan haldið til samverustundarinnar í skálanum.

Gleðilega páska!

Sigurður Jónsson, 28/3 2018

Pálmasunnudagur, 25. mars 2018:

Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og Dags Fannars Magnússonar guðfræðinema.

Messa og ferming kl. 14. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason.

Þessi börn verða fermd:

Andrea Diljá Gunnarsdóttir, Hamraborg 38, 200 Kópavogi

Dagmar María Valgeirsdóttir Lopez, Kleppsvegi 74, 104 Reykjavík

Jasmín Eir Eggertsdóttir, Grænásbraut 603-607, 235 Reykjanesbæ

Símon Breki Símonarson, Kleifarvegi 11, 104 Reykjavík

Sigurður Jónsson, 21/3 2018

Tónleikar

The Sunday Boys syngja í Áskirkju fimmtudaginn 15.03.2018. Kl. 20:00 Aðgangseyrir er 2500 kr.

berglind.ragnarsdottir, 14/3 2018

5. sunnudagur í föstu, 18. mars 2018:

Fjölskylduguðþjónusta kl. 11:00 í umsjá Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og Benjamíns Hrafns Böðvarssonar guðfræðinema. Brúðuleikhús og bænir, söngvar og sögur. Tilvalin gæðastund á sunnudagsmorgni með yngsta fólkinu.

Sigurður Jónsson, 14/3 2018

Miðfasta, sunnudagur 11. mars 2018:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Þorgils Hlynur Þorbergsson cand. theol. prédikar. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi eftir messu.

Sigurður Jónsson, 7/3 2018

Áskirkja úr lofti

Áskirkja

berglind.ragnarsdottir, 1/3 2018

3. sunnudagur í föstu, æskulýðsdagurinn, 4. mars 2018

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar. Benjamín Hafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Karlakórinn Esja syngur, organisti og kórstjóri Kári Allansson. Kaffisopi eftir messu.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00 í umsjá séra Sigurðar Jónssonar sóknarprests. Organisti Kári Allansson. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Sigurður Jónsson, 27/2 2018

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Föstudagur

Kl. 14:00 Guðsþjónusta á Norðurbrún 1 (fyrsta föstudag í mánuði)
Kl. 14:00 Guðsþjónusta á Dalbraut 27 (síðasta föstudag í mánuði)
Kl. 20:00 AA-fundur í Dal, neðri hæð.

Dagskrá ...