Áskirkja

 

2. sunnudagur í aðventu, 10. desember 2017:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samveru sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju leiðir messusöng. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffi eftir messu.
Aðventuhátíð Áskirkju kl. 16:00. Almennur söngur og kórsöngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar, ljóðalestur og helgileikur fermingarbarna. Ræðumaður séra Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur í Vík í Mýrdal. Súkkulaði og smákökur í boði sóknarnefndar Ássóknar og Safnaðarfélagsins í Ási á eftir.

Sigurður Jónsson, 6/12 2017

1. sunnudagur í aðventu, 3. desember 2017:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar leiða samverustund sunnudagaskólans. Kveikt á fyrsta kerti aðventukransins, spádómakertinu. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kammerkór Áskirkju leiða messusönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.

Eftir messu efnir Safnaðarfélag Ásprestakalls til laufabrauðs-útskurðar í Ási, og verður þar heitt á könnunni.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Almennur söngur. Vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Sigurður Jónsson, 29/11 2017

24. og síðasti sunnudagur eftir trínitatis, 26. nóvember 2017:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon leiða samverustund sunnudagaskólans. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hljómfélagið leiðir messusönginn undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 22/11 2017

Opið hús fimmtudaginn 23. nóvember 2017

Fimmtudaginn 23. nóvember verður Opið hús í Áskirkju frá kl. 12:00-14:00.
Fjölbreytt dagskrá: Helgistund og hádegisverður. Gestur dagsins, sr. Svavar Stefánsson fjallar um ævi Inga T. Lárussonar tónskálds.

ALLIR VELKOMNIR!

 

 

Sigurður Jónsson, 21/11 2017

23. sunnudagur eftir trínitatis, 19. nóvember 2017:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni leiðir samverustundina ásamt guðfræðinemunum Benjamín Hrafni Böðvarssyni og Degi Fannari Magnússyni. Sögur og söngvar, bænir og brúður. Foreldrar, afar og ömmur velkomin í fylgd barnanna. Hressing í Ási á eftir.

Sigurður Jónsson, 15/11 2017

 

Jólahlaðborð Safnaðarfélags Áskirkju

Hið árlega jólahlaðborð safnaðarfélags Áskirkju verður fimmtudaginn 23. nóvember næstkomandi kl. 19. Húsið opnar kl. 18:30. Miðinn kostar 4500,- og gildir einnig sem happadrætti. Skráning er hafin hjá kirkjuverði í síma 588-8870 eða með tölvupósti á kirkjuvordur@askirkja.is.

 

 

Laufabrauðsgerðin verður svo sunnudaginn 3. des. milli kl. 13-16. Takið með ykkur brauðbretti og hnífa eða laufabrauðsjárn. Einnig eitthvað undir kökurnar. Laufabrauðið er selt og steikt á staðnum 150,- kakan. Panta þarf þann fjölda af kökum sem þið viljið fá fyrir 26. nóv. Tekið er við pöntunum í síma 863-1188 eða 553-0088. Allir velkomnir.

 

Safnaðarfélag Áskirkju.

berglind.ragnarsdottir, 14/11 2017

22. sunnudagur eftir trínitatis, Kristniboðsdagurinn, 12. nóvember 2017:

Útvarpsmessa og barnastarf á kristniboðsdaginn kl. 11:00. Sunnudagaskólinn verður í Dal, neðra safnaðarheimilinu í umsjá Benjamíns Hrafns Böðvarssonar og Dags Fannars Magnússonar. Við messuna þjónar séra Sigurður Jónsson sóknarprestur fyrir altari en séra Ragnar Gunnarsson kristniboði prédikar. Kammerkór Áskirkju syngur. Orgelleikari Þorvaldur Örn Davíðsson.

Jólabasar Safnaðarfélags Áskirkju hefst í Ási, efra safnaðarheimili kirkjunnar, strax að messu lokinni. Margt eigulegra muna, hannyrðir og bakstur, bækur og ótalmaargt fleira. Vöfflukaffi verður selt á kr. 500.

Sigurður Jónsson, 8/11 2017

Jólabasar Áskirkju

Sunnudaginn 12. nóv.

Næstkomandi sunnudag verður hinn árlegi jólabasar Áskirkju. Basarinn hefst strax eftir messu kl. 12. Mikið af fallegum munum, fatnaði, tertum, smákökum og handavinnu til sölu á góðu verði. Vöfflukaffi kr. 500,- Allir velkomnir.

Safnaðarfélag Áskirkju

 

berglind.ragnarsdottir, 8/11 2017

21. sunnudagur eftir trínitatis; Allra heilagra messa, 5. nóvember 2017

Messa og barnastarf kl. 11:00. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Karakórnum Esju leiða sönginn. Orgelleikari Kári Allansson. Heitt á könnunni í Ási að messu lokinni.
Guðsþjónusta á Helgafelli á Hrafnistu kl. 14:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Karlakórnum Esju leiða sönginn. Orgelleikari Kári Allansson.

Sigurður Jónsson, 1/11 2017

20. sunnudagur eftir trínitatis, siðbótardagurinn, 29. október 2017

Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon leiða samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Hljómfélagið syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási að lokinni messu.

Sigurður Jónsson, 25/10 2017

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Þriðjudagur

Kl. 09:30 Bænastund á Dalbraut 27, setustofu í kjallara.
Kl. 14.00 Samverustund á Dalbraut 27, setustofu á 2.hæð. Annan og fjórða þriðjudag í mánuði.
Kl. 14:30 Helgistund í Fríðuhúsi, annan og fjórða þriðjudag í mánuði.
Kl. 20:00 Spilakvöld Safnaðarfélags Ásprestakalls í safnaðarheimili á neðri hæð, Dal.
(8. okt., 22. okt., 5. nóv. og 19. nóv.)
Kl. 19:00 Kóræfing Vocalist í safnaðarheimili á efri hæð, Ás.

Dagskrá ...