Áskirkja

 

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2018

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2018 verður haldinn í safnaðarheimili Áskirkju sunnudaginn 27. maí 2018 að lokinni messu sem hefst kl. 11:00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál.

Sigurður Jónsson, 16/5 2018

Hvítasunnudagur, 20. maí 2018:

Messa og ferming kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Bryndísi Möllu Elídóttur. Kór Áskirkju syngur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.

Fermd verða:

Alfa Magdalena Birnir Jórunnardóttir, Tjarnarlundi 6e, 600 Akureyri

Eric Almar Einarsson, Hjallavegi 1, 104 Reykjavík

Garðar Karl Ingvarsson, Vesturbrún 28, 104 Reykjavík.

Sigurður Jónsson, 16/5 2018

Burtfarartónleikar Önnu Guðrúnar Jónsdóttur

Í tilefni af burtfararprófi frá Söngskóla Sigurðar Demetz, býður Anna uppá tónleika í Áskirkju, sunnudaginn 13. maí klukkan 17.00.

Á efnisskránni verða meðal annars verk eftir G. Fauré, R. Strauss, W. A. Mozart og Markús Kristjánsson.

Meðleikari á tónleikunum er Antonia Hevesi.

Gert er ráð fyrir að tónleikarnir standi í um eina og hálfa klukkustund, með hléi.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

berglind.ragnarsdottir, 13/5 2018

6. sunnudagur eftir páska, 13. maí 2018:

Messa kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Hljómfélagið leiðir messusönginn undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 11/5 2018

Uppstigningardagur, kirkjudagur aldraðra, 10. maí 2018

Guðsþjónusta á uppstigningardag, kirkjudegi aldraðra, fimmtudaginn 10. maí 2018 kl. 14:00. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni prédikar. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Ekkó-kórinn syngur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Að guðsþjónustu lokinni býður Safnaðarfélag Ásprestakalls til veglegra kaffiveitinga í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar.

Sigurður Jónsson, 8/5 2018

5. sunnudagur eftir páska, 6. maí 2018:

Messa kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristnýju Rós Gústafsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Heitt á könnunni að messu lokinni.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00. Séra Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Almennur söngur. Vandamenn og vinir heimilisfólks velkomnir.

Sigurður Jónsson, 29/4 2018

4. sunnudagur eftir páska, 29. apríl 2018:

Guðsþjónusta kl. 14:00 þar sem félagar úr Átthagafélagi Sléttuhrepps taka þátt. Ræðumaður verður Ingvi Stígsson, ættaður frá Horni í Hornvík. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisala Átthagafélagsins í Ási, safnaðarheimili Áskirkju að guðsþjónustu lokinni. Vinsamlegast athugið breyttan messutíma að þessu sinni.

Sigurður Jónsson, 25/4 2018

Sumardagurinn fyrsti, 19. apríl 2018:

“Nú er vetur úr bæ, rann í sefgrænan sæ og þar sefur í djúpinu væra, en sumarið blítt kemur fagurt og frítt meður fjörgjafaljósinu skæra.” Á sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl 2018 verður vetur kvaddur og sumri fagnað með barna- og fjölskylduguðsþjónustu í Áskirkju kl. 11:00. Stundin sú verður einnig lokasamvera barnastarfsins í vetur. Pylsur á grillinu að guðsþjónustu lokinni. Komum saman! Gleðilegt sumar!

Sigurður Jónsson, 18/4 2018

2. sunnudagur eftir páska, 15. apríl 2018:

Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar leiða samverstund sunnudagskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffi í Ási að messu lokinni.

Áður auglýstum aðalsafnaðarfundi Ássóknar 2018 sem vera átti í Ási, efri safnaðarsal kirkjunnar að messu lokinni, er frestað af óviðráðanlegum orsökum. Fundurinn verður auglýstur síðar.

Sigurður Jónsson, 11/4 2018

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2018

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2018 verður haldinn sunnudaginn 15. apríl 2018, strax að lokinni messu sem hefst kl. 11:00.
Fundurinn verður í haldinn í Ási, efra safnaðarsal kirkjunnar.
Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf, kosningar og önnur mál.
Að loknum fundi verður boðið upp á veitingar.
Sóknarnefnd Ássóknar

Sigurður Jónsson, 7/4 2018

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Miðvikudagur

Kl. 15:30 Fermingarfræðsla í Dal, neðri hæð. Hópur I.
Kl. 16:30 Fermingarfræðsla í Dal, neðri hæð. Hópur II
Kl. 17:15 Kóræfing í Ási, efri hæð-Kór Áskirkju . (stjórnandi: Bjartur Logi, s.699-8871 )
Kl. 20:00 Kóræfing í Ási, efri hæð-KK Esja . (stjórnandi: Kári s. 863-7277)

Dagskrá ...