Áskirkja

 

15. sunnudagur eftir trínitatis, 24. september 2017:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni annast samverustund sunnudagaskólans að þessu sinni. Kammerkór Áskirkju syngur. Orgelleikari Magnús Ragnarsson, sem senn lætur af störfum við Áskirkju, og verður þetta síðasta messan sem hann þjónar við þar. Kaffisopi og safatár í Dal eftir messu, þar sem Magnús verður kvaddur.

Sigurður Jónsson, 23/9 2017

Opna húsið hefst fimmtudaginn 21. september n.k.

Opið hús er alla fimmtudaga  í Áskirkju og eru  allir velkomnir.

Kl. 12.00  Kyrrðarstund í kirkjuskipi

kl. 12.30  Létt máltið í Dal, á neðri hæð kirkjunnar

kl. 13.00 Samvera með dagskrá

kl. 14.00 Söngstund með Bjarti Loga Guðnasyni nýjum organista kirkjunnar

Eftirfarandi Dagskrá haustannar 2017  milli kl. 13.00 – 14.00 er opin öllum

 • 21. sept. Spil, handavinna og spjall
 • 28. sept. Heilagur Franz frá Assisi: Ásdís Blöndal kynnir
 • 05. okt. Þórey Dögg Jónsdóggir  framkv. stj. Eldriborgararáðs hefur umsjón með stundinni
 • 12. okt. Spil, handavinna og spjall
 • 19. okt. Spil, handavinna og spjall
 • 26. okt. Dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur og fl. leika ljúfa tónlist
 • 02. nóv. Spil, handavinna og spjall
 • 09. nóv. Rakel Pétursóttir listfræðingur fjallar um músikina í verkum Ásgríms Jóssonar listmálara
 • 16. nóv. Spil, handavinna og spjall
 • 23. nóv. Sr. Svavar Stfánsson fjallar um ævi Inga T. Lárussonar í tali og tónum
 • 20. nóv. Spil, handavinna og spjall
 • 07. des. Bjarni Harðarsson les upp úr nýrri bók sinni: Í skugga Drottins
 • 14. des. Aðventugleði
 • 18. janúar 2018  Heimsækjum við  Alþingishúsið í samstarfi við Laugarneskirkju (Ath. skráning)

linda.johannsdottir, 19/9 2017

14. sunnudagur eftir trínitatis, 17. september 2017:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 í umsjá séra Sigurðar og sunnudagaskólaleiðtoganna Benjamíns Hrafns og Dags Fannars. Söngur og sögur, bænir og brúður. Fermingarbörn næsta vors eru sérstaklega boðin velkomin til guðsþjónustunnar ásamt foreldrum sínum, og að henni lokinni verður kynningarfundur um fermingarstarfið í vetur. Kaffi og með því að guðsþjónustu og fundi loknum.

Sigurður Jónsson, 12/9 2017

13. sunnudagur eftir trínitatis; dagur kærleiksþjónustunnar, 10. september 2017:

Útvarpsmessa og barnastarf kl. 11:00 á degi kærleiksþjónustunnar. Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni Ássafnaðar prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurði Jónssyni sóknarpresti. Kammerkór Áskirkju syngur. Orgelleikari Magnús Ragnarsson. Á sama tíma sjá Benjamín Hrafn og Dagur Fannar um sunnudagaskólann í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar. Kaffisopi í Ási á eftir. Þú ert velkomin/n til kirkju á sunnudaginn, og bjóddu endilega með þér vinum.

Sigurður Jónsson, 6/9 2017

12. sunnudagur eftir trínitatis, 3. september 2017:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína á ný undir stjórn Benjamíns Hrafns Böðvarssonar og Dags Fannars Magnússonar. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kammerkór Áskirkju leiða sönginn. Orgelleikari Magnús Ragnarsson. Kaffi á könnu og djús í krús í Ási að messu lokinni.

Sigurður Jónsson, 30/8 2017

11. sunnudagur eftir trínitatis, 27. ágúst 2017:

Messa kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna. Félagar úr Kammerkór Áskirkju syngja. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffi á könnunni í Ási eftir messu.
Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari og Magnús Ragnarsson leikur á orgelið við almennan söng viðstaddra. Vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Sigurður Jónsson, 23/8 2017

Organisti í Ássókn

Ássókn í Reykjavík auglýsir laust til umsóknar starf organista.  Um er að ræða 70% starf.

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi kantorspróf frá Tónskóla eða sambærilega kirkjutónlistarmenntun og æskilegt að þeir hafi jafnframt reynslu af kórstjórn.

Leitað er að einstaklingi sem hefur mikinn metnað og frumkvæði, býr yfir framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og er tilbúinn til að leggja mikið af mörkum til eflingar tónlistarstarfs í Áskirkju.

Umsóknarfrestur er til 25. ágúst 2017 og ráðið verður í starfið frá og með 1. október 2017, eða samkvæmt samkomulagi.

Umsækjendur skulu fylla út meðfylgjandi eyðublað, sjá https://innri.kirkjan.is/pdf/samthykki-fyrir-oflun-upplysinga-ur-sakaskra.pdf og láta það fylgja umsóknum sínum.

Sóknarnefnd Áskirkju tekur ákvörðun um ráðningu.

Laun miðast við launataxta kjarasamnings Launanefndar Þjóðkirkjunnar og Félags íslenskra organleikara.

Frekari upplýsingar um starfið veita Kristján Guðmundsson, formaður sóknarnefndar í síma 820 6680, tölvupóstur saevo74@gmail.com og sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur, í síma 864 5135 og tölvupóstur soknarprestur@askirkja.is.

Umsóknum, ásamt fylgigögnum (prófskírteini, ferilskrár), skal skilað rafrænt til Kristjáns Guðmundssonar, tölvupóstur saevo74@gmail.com.

Sigurður Jónsson, 10/8 2017

Safnaðarferð 9. júlí og sumarleyfi 10. júlí til 22. ágúst 2017

Sumarferð Safnaðarfélags Ásprestakalls verður farin sunnudaginn 9. júlí. Ekið verður með hópferðabifreið frá Áskirkju kl. 7:20 að Landeyjahöfn og siglt með Herjólfi til Vestmannaeyja. Samkirkjuleg göngu-guðsþjónusta, tengd goslokahátíð, hefst í Landakirkju kl. 11, þaðan berst hún úr kirkju upp í hlíðar Eldfells og áfram niður í Stafkirkjuna á Skansinum. Þeir ferðalangar úr Áskirkju sem vilja taka þátt í göngu-guðsþjónustunni slást í hóp göngumanna, en hinum verður ekið niður að Stafkirkjunni. Brottför með Herjólfi úr Eyjum um kl. 16:00 og áætluð heimkoma til Reykjavíkur um kl. 18.
Sumarleyfi starfsfólks og sóknarprests Áskirkju stendur yfir frá 10. júlí til 22. ágúst, og fellur helgihald niður í kirkjunni á meðan.

Sigurður Jónsson, 5/7 2017

3. sunnudagur eftir trínitatis, 2. júlí 2017

Messa kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari Ragnheiður Sara Grímsdóttir, orgelleikari Magnús Ragnarsson.

Sigurður Jónsson, 28/6 2017

2. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, 25. júní 2017

Messa kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Orgelleikari Arngerður María Árnadóttir.
Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjá séra Sigurðar Jónssonar. Orgelleikari Friðrik Vignir Stefánsson. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir, og aðstoð þeirra við flutning heimilisfólks milli hæða vel þegin.

Sigurður Jónsson, 21/6 2017

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Sunnudagur

Kl. 11:00 Messa og barnastarf (fjjölskylduguðþjónusta þriðja hvern sunnud.)
Kl. 12:00 Messukaffi jafnan í safnaðarheimili á efri hæð, Ás.
Kl. 13:00 Guðsþjónusta á Skjóli að jafnaði síðasta sunnudag í mánuði

Dagskrá ...