Áskirkja

 

YFIRLÝSING

Í tilefni af umfjöllun Kastljóss um málefni Karls Vignis Þorsteinssonar og þátt hans sem sjálfboðaliði í safnaðarstarfi í Áskirkju í Reykjavík, vilja sóknarprestur, sóknarnefnd og
starfsfólk Áskirkju koma eftirfarandi á framfæri:

Karl Vignir hefur aldrei annast um né komið á nokkurn
hátt að starfi með börnum og unglingum í Áskirkju.

Þátttaka hans í starfi sem sjálfboðaliði við Opið hús aldraðra
hófst í kringum árið 2003 með aðstoð í eldhúsi. Hann varð
síðar hluti af hópi sjálfboðaliða í heimsóknaþjónustu í
söfnuðinum.

Í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum árið 2007 um Karl Vigni,
var hann leystur frá störfum sem sjálfboðaliði, og hefur síðan
ekki gegnt neinum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna.

Á Evrópuári sjálfboðastarfs í kirkjunni 2011 var
þjóðkirkjusöfnuðum boðið að veita sjálfboðaliðum
viðurkenningu fyrir störf sín. Í Áskirkju voru 30 einstaklingum
veittar slíkar viðurkenningar, og var Karl Vignir í þeim hópi.
Í ljósi þess sem fram hefur komið í umfjöllun Kastljóss nú,
og Karl Vignir játaði þar á sig, er augljóst að sú ákvörðun var
röng.

Hugur okkar er hjá þeim sem Karl Vignir hefur beitt ofbeldi.

Magnús Ragnarsson, 8/1 2013

Sunnudagurinn 6.janúar – Þrettándinn

Messa  kl. 11:00. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna.
Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu.

Ath.  Barnastarf kirkjunnar hefst sunnudaginn 13. janúar
Krakkaklúbburinn hefst fimmtudaginn 17. janúar kl.15:00 

Kyrrðarstund og Opið hús hefst miðvikudaginn 9. janúar kl.12:00

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 2/1 2013

Helgihald um jól og áramót

Aðfangadagur jóla:  Aftansöngur kl. 18:00

Jóladagur: Hátíðarmessa kl. 14:00

Annar jóladagur: Hátíðarguðsþjónusta á Skjóli kl. 13:00

Gamlársdagur: Aftansöngur  kl. 18:00

Nýársdagur: Ekkert helgihald

Þrettándinn, 6. janúar: Messa kl. 11:00

Barnastarf kirkjunnar hefst sunnudaginn 13. janúar

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 20/12 2012

Það aldin út er sprungið – Jólatónleikar Kórs Áskirkju

Kór Áskirkju heldur jólatónleika í kirkjunni miðvikudaginn 19. desember kl. 20:00.

Flutt verða verk eftir Poulenc, Rheinberger, Rachmaninoff o.fl., ásamt jólalögum sem allir þekkja.

Auk þess syngja nokkrir kórmeðlimir einsöng.

ÓKEYPIS AÐGANGUR

.

Magnús Ragnarsson, 17/12 2012

Sunnudagurinn 16. desember – Þriðji sunnudagur í aðventu

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guðfræðinema og Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna, sem annast síðustu samverustund sunnudagaskólans fyrir jól. Minnst verður sálmaskáldsins séra Páls Jónssonar í Viðvík (1812-1889), í tilefni þess að 200 ár voru fyrr á þessu ári liðin frá fæðingu hans, og tekur sálmavalið mið af því. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu.

Sigurður Jónsson, 15/12 2012

Sunnudagurinn 9. desember – 2. sunnudagur í aðventu

Messa og barnastarf kl. 11:00. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna, sem einnig annast samveru sunnudagaskólans. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu.

Sigurður Jónsson, 8/12 2012

Fimmtudagurinn 6. des.

Krakkaklúbburinn kl. 15 – 17:00

Málum piparkökur og hlustum á jólalögin !

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 6/12 2012

Miðvikudagurinn 5.desember

Kl. 12:00 Kyrrðarstund í kirkjuskipi; 
Sálmar, ritningarlestur, hugvekja og fyrirbænir.

Kl. 12:30  Opið hús í safnaðarsal; léttur hádegisverður,
Kl. 13:00  Gestur opna hússins  Ólöf I Davíðsdóttir djáknakandídat.
Kl. 14:15   Söngstund með Magnúsi organista
Kl. 15:00   Kaffi

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 4/12 2012

Sunnudagur 2. desember – Fyrsti sunnudagur í aðventu

Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guðfræðinema og Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna sem annast samveru sunnudagaskólans. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson.  

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Sr. Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar, forsöngvari Elma Atladóttir, organisti Friðrik Vignir Stefánsson. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Aðventuhátíð Ássafnaðar kl. 16. Hugvekju flytur Eva Björk Valdimarsdóttir kirkjuvörður og guðfræðinemi. Börn úr 10-12 ára starfi og fermingarbörn flytja helgileiki. Kór Áskirkju syngur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Hafþór Jónsson flytur aðventu- og jólaljóð að eigin vali. Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni og sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur annast ritningarlestur og bænargjörð. Almennur söngur. Súkkulaði og piparkökur í boði Safnaðarfélags og sóknarnefndar Áskirkju í safnaðarheimilinu á eftir.

Sigurður Jónsson, 1/12 2012

Þriðjudagurinn 27.nóvember

Kl. 20:00 Spilakvöld Safnaðarfélagsins
í safnaðarsal á neðrihæð.

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 27/11 2012

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Þriðjudagur

Kl. 09:30 Bænastund á Dalbraut 27, setustofu í kjallara, í umsjón Þorgils Hlyns Þorbergssonar guðfræðings.
Kl.14:00 Samverustund Djákna á Norðurbrún 1, fyrsta og þriðja þriðudag í mánuði.
Kl. 14.00 Samverustund Djákna á Dalbraut 27, setustofu á 2.hæð. Annan og fjórða þriðjudag í mánuði.
Kl. 14:30 Helgistund í Fríðuhúsi, annan og fjórða þriðjudag í mánuði í umsjón sóknarprests.
Kl. 20:00 Spilakvöld, valin kvöld, Safnaðarfélags Ásprestakalls í Dal, neðri hæð.
Upplýsingar hjá Láru 695-7755.
Kl. 19:00 Kóræfing í Ási, efri hæð-Vocalist. (stjórnandi Sólveig s.694-3964)

Dagskrá ...