Áskirkja

 

Miðvikudagurinn 6. febrúar

Kl. 12:00 Kyrrðarstund í kirkjuskipi; 
Sálmar, ritningarlestur, hugvekja og fyrirbænir.

Kl. 12:30  Opið hús í safnaðarsal;
Spil og spjall

Kl. 14:15   Söngstund með Magnúsi organista

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 5/2 2013

Sunnudagurinn 3. febrúar


Messa og barnastarf kl. 11.
Skírn. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guðfræðinema.
Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson, Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni sér um samveru sunnudagaskólans.
Kaffisopi eftir messu.

 

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 1/2 2013

Miðvikudagurinn 30. janúar

Kl. 12:00 Kyrrðarstund í kirkjuskipi; 
Sálmar, ritningarlestur, hugvekja og fyrirbænir.

Kl. 12:30  Opið hús í safnaðarsal;
Þorrahátíð; Þorramatur, Guðni og Steini spila á harmónikku og sög,
Þorgils kveður þorrarímur ofl.

Kl. 14:15   Söngstund með Magnúsi organista

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 29/1 2013

Sunnudagurinn 27.janúar

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00

Fjölbreytt dagskrá í umsjá sr. Sigurðar, Ásdísar djákna og Magnúsar organista,
með þátttöku fermingarbarnanna.

 

 

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 25/1 2013

Miðvikudagurinn 23. janúar

Kl. 12:00 Kyrrðarstund í kirkjuskipi; 
Sálmar, ritningarlestur, hugvekja og fyrirbænir.

Kl. 12:30  Opið hús í safnaðarsal; léttur hádegisverður, spjall og spil
Kl. 14:15   Söngstund með Magnúsi organista
Kl. 15:00   Kaffi

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 22/1 2013

Sunnudagurinn 20. janúar – Síðasti sunnudagur eftir þrettánda

Messa og barnastarf kl. 11:00. Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni annast samveru sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guðfræðinema. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu.

Sigurður Jónsson, 19/1 2013

Miðvikudagurinn 16. janúar

Kl. 12:00 Kyrrðarstund í kirkjuskipi; 
Sálmar, ritningarlestur, hugvekja og fyrirbænir.

Kl. 12:30  Opið hús í safnaðarsal; léttur hádegisverður, spjall og spil
Kl. 14:15   Söngstund með Magnúsi organista
Kl. 15:00   Kaffi

 

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 15/1 2013

Sunnudagurinn 13. janúar

Messa og barnastarf kl. 11
Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guðfræðinema.
Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni annast samveru sunnudagaskólans.
Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu.

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 11/1 2013

YFIRLÝSING

Í tilefni af umfjöllun Kastljóss um málefni Karls Vignis Þorsteinssonar og þátt hans sem sjálfboðaliði í safnaðarstarfi í Áskirkju í Reykjavík, vilja sóknarprestur, sóknarnefnd og
starfsfólk Áskirkju koma eftirfarandi á framfæri:

Karl Vignir hefur aldrei annast um né komið á nokkurn
hátt að starfi með börnum og unglingum í Áskirkju.

Þátttaka hans í starfi sem sjálfboðaliði við Opið hús aldraðra
hófst í kringum árið 2003 með aðstoð í eldhúsi. Hann varð
síðar hluti af hópi sjálfboðaliða í heimsóknaþjónustu í
söfnuðinum.

Í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum árið 2007 um Karl Vigni,
var hann leystur frá störfum sem sjálfboðaliði, og hefur síðan
ekki gegnt neinum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna.

Á Evrópuári sjálfboðastarfs í kirkjunni 2011 var
þjóðkirkjusöfnuðum boðið að veita sjálfboðaliðum
viðurkenningu fyrir störf sín. Í Áskirkju voru 30 einstaklingum
veittar slíkar viðurkenningar, og var Karl Vignir í þeim hópi.
Í ljósi þess sem fram hefur komið í umfjöllun Kastljóss nú,
og Karl Vignir játaði þar á sig, er augljóst að sú ákvörðun var
röng.

Hugur okkar er hjá þeim sem Karl Vignir hefur beitt ofbeldi.

Magnús Ragnarsson, 8/1 2013

Sunnudagurinn 6.janúar – Þrettándinn

Messa  kl. 11:00. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna.
Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu.

Ath.  Barnastarf kirkjunnar hefst sunnudaginn 13. janúar
Krakkaklúbburinn hefst fimmtudaginn 17. janúar kl.15:00 

Kyrrðarstund og Opið hús hefst miðvikudaginn 9. janúar kl.12:00

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 2/1 2013

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Sunnudagur

Kl. 11:00 Messa og barnastarf (fjjölskylduguðþjónusta þriðja hvern sunnud.)
Kl. 12:00 Messukaffi jafnan í safnaðarheimili á efri hæð, Ás.
Kl. 13:00 Guðsþjónusta á Skjóli að jafnaði síðasta sunnudag í mánuði

Dagskrá ...