Áskirkja

 

Sunnudagurinn 30. júní 2013 – 5. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Messa kl. 11.  Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur guðfræðingi.  Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson.  Molasopi að messu lokinni.

Munið skráninguna í sumarferð Safnaðarfélagsins sunnudaginn 7. júlí.  -  Sjá nánari lýsingu í tilkynningu hér að neðan.

Sigurður Jónsson, 28/6 2013

Sunnudagurinn 23. júní 2013 – 4. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Guðsþjónusta kl. 11:00. Séra Ægir Frímann Sigurgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni.

Sigurður Jónsson, 19/6 2013

Lýðveldisdagurinn, 17. júní 2013

Sameiginleg útiguðsþjónusta safnaðanna þriggja í Laugardalnum; Áskirkju, Langholtskirkju og Laugarneskirkju, verður haldin kl. 11:00 á íhugunarbrautinni í Rósagarðinum í Laugardal.  Séra Bjarni Karlsson prédikar og séra Sigurður Jónsson og séra Guðbjörg Jóhannesdóttir þjóna við athöfnina.  Gradualekór Langholtskirkju syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar.  Næg bílastæði hjá Vinagarði, leikskóla KFUM og KFUK við Holtaveg, og gott aðgengi þaðan eftir göngustíg meðfram grenitrjánum til vesturs inn í Rósagarðinn.  Einnig er auðveld aðkoma frá miðjum Sunnuvegi um heimreiðina að gróðrarstöðinni í Laugardal, og þaðan inn til vinstri í Rósagarðinn.

Sigurður Jónsson, 16/6 2013

Sunnudagurinn 9. júní 2013 – 2. sunnudagur eftir þrenningarhátíð

Messa kl. 11:00.  Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásu Laufeyju Sæmundsdóttur guðfræðingi.  Kór Áskirkju syngur, organisti Sigrún Steingrímsdóttir.  Molasopi á könnunni að messu lokinni.

Sigurður Jónsson, 7/6 2013

Miðvikudagur 5. júní kl. 20.00

 

Kór Áskirkju heldur stofutónleika í safnaðarheimili kirkjunnar.
Kórfélagar flytja rammíslensk kórlög í bland við einsöng, dúetta, kvartetta og fjöldasöng.
Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.

Kaffisopi, vöfflur með sultu og rjóma og fleira bakkelsi.

Aðgangseyrir aðeins 1.500 kr.
Kaffi og kruðerí er innifalið í miðaverði.

Magnús Ragnarsson, 3/6 2013

Sunnudagurinn 2. júní 2013 – Sjómannadagurinn

Messa kl. 11. Viðar Stefánsson guðfræðinemi prédikar og aðstoðar við altarisþjónustu sem sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur annast. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson.

Sigurður Jónsson, 31/5 2013

Laugardagur 1. júní 2013 – Gospelkvöld kl. 19:30

Gospel-kórarnir Corallerne & UpRising frá Danmörku syngja.  Aðgangur ókeypis.  Að samverunni lokinni selur Safnaðarfélag Ásprestakalls léttar kaffiveitingar í safnaðarheimilinu til styrktar safnaðarstarfi Áskirkju.  Verð kr. 1.000.

Sigurður Jónsson, 29/5 2013

Sunnudagurinn 26. maí 2013 – Þrenningarhátíð

Messa kl. 11:00.  Séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari.  Kór Áskirkju syngur, Magnús Ragnarsson leikur á orgelið.

Sigurður Jónsson, 22/5 2013

19. maí 2013 – Hvítasunnudagur

Messa og ferming kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guðfræðinema. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjá sr. Sigurðar Jónssonar. Organisti Magnús Ragnarsson. Vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Annan hvítasunnudag verður ekkert helgihald í Áskirkju.

Sigurður Jónsson, 15/5 2013

Sunnudagur 12. maí 2013 – Sjötti sunnudagur eftir páska

Útvarpsmessa kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guðfræðinema. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu.

Sigurður Jónsson, 10/5 2013

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Þriðjudagur

Kl. 09:30 Bænastund á Dalbraut 27, setustofu í kjallara, í umsjón Þorgils Hlyns Þorbergssonar guðfræðings.
Kl.14:00 Samverustund Djákna á Norðurbrún 1, fyrsta og þriðja þriðudag í mánuði.
Kl. 14.00 Samverustund Djákna á Dalbraut 27, setustofu á 2.hæð. Annan og fjórða þriðjudag í mánuði.
Kl. 14:30 Helgistund í Fríðuhúsi, annan og fjórða þriðjudag í mánuði í umsjón sóknarprests.
Kl. 20:00 Spilakvöld, valin kvöld, Safnaðarfélags Ásprestakalls í Dal, neðri hæð.
Upplýsingar hjá Láru 695-7755.
Kl. 19:00 Kóræfing í Ási, efri hæð-Vocalist. (stjórnandi Sólveig s.694-3964)

Dagskrá ...