Áskirkja

 

21. sunnudagur eftir trínitatis, 21. október 2018:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 í umsjá séra Sigurðar, Benjamíns Hrafns og Dags Fannars. Brúður, bænir, söngur, sögur. Kafffitár og safasopi í Ási á eftir.

Sigurður Jónsson, 7/10 2018

20. sunnudagur eftir trínitatis, 14. október 2018:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju leiða sönginn. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 7/10 2018

19. sunnudagur eftir trínitatis, 7. október 2018:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Karlakórnum Esju leiða sönginn. Stjórnandi og orgelleikari Kári Allansson. Að messu lokinni selur Safnaðarfélag Ásprestakalls vöfflur og kaffi til styrktar safnaðarstarfi kirkjunnar. Verð kr. 1.000.

Guðsþjónusta á sal á 2. hæð á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki og aðstoð þeirra vel þegin við flutning fólks milli hæða.

Sigurður Jónsson, 3/10 2018

18. sunnudagur eftir trínitatis, 30. september 2018:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Hljómfélaginu syngja. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 26/9 2018

17. sunnudagur eftir trínitatis, 23. september 2018:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju syngja. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 18/9 2018

16. sunnudagur eftir trínitatis, 16. september 2018:

Fjölskylduguðþjónusta kl. 11 í umsjá séra Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttur héraðsprests, Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og Benjamíns Hrafns Böðvarssonar guðfræðinema. Brúður, bænir, söngur, sögur. Tilvalin gæðastund á sunnudagsmorgni með yngsta fólkinu.

Sigurður Jónsson, 12/9 2018

Opið hús í Áskirkju!

Fimmtudaginn 13. sept. n.k. hefst opið hús í Áskirkju og verður á fimmtudögum fram á vor.  Dagskráin hefst með kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12:00.
Hádegisverður kl. 12:30 í Dal, safnaðarheimili Áskirkju og kostar hann 1.000 kr.
Spil, spjall og handavinna, umsjón Kristný Rós Gústafsdóttir.
Kl. 14:15 er söngstund með organista Áskirkju, Bjarti Loga Guðnasyni.
Góðir gestir mæta endrum og eins og halda erindi.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

berglind.ragnarsdottir, 12/9 2018

15. sunnudagur eftir trínitatis, 9. september 2018:

Útvarpsmessa og barnastarf kl. 11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi leiða samverstund sunnudagskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 5/9 2018

14. sunnudagur eftir trínitatis, 2. september 2018:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína á ný, eftir sumarleyfi, í umsjá Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og Benjamíns Hrafns Böðvarssonar guðfræðinema. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.

Fermingarbörn komandi vors og foreldrar þeirra sérstaklega boðuð til messunnar og til kynningarfundar um fermingarstarf vetrarins strax eftir messu.

Að messu lokinni selur Safnaðarfélag Áskirkju vöfflukaffi í Ási. Verð kr. 500.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vandamenn og vinir heimilisfólks velkomnir og aðstoð þeirra vel þegin við flutning fólks milli hæða.

Sigurður Jónsson, 29/8 2018

13. sunnudagur eftir trínitatis, 26. ágúst 2018:

Guðsþjónusta kl. 11:00. Séra Svanhildur Blöndal prestur á Hrafnistu prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási að guðsþjónustu lokinni.

Sigurður Jónsson, 21/8 2018

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Miðvikudagur

Kl. 15:30 Fermingarfræðsla í Dal, neðri hæð. Hópur I.
Kl. 16:30 Fermingarfræðsla í Dal, neðri hæð. Hópur II
Kl. 17:15 Kóræfing í Ási, efri hæð-Kór Áskirkju . (stjórnandi: Bjartur Logi, s.699-8871 )
Kl. 20:00 Kóræfing í Ási, efri hæð-KK Esja . (stjórnandi: Kári s. 863-7277)

Dagskrá ...