Áskirkja

 

2. sunnudagur í níuviknaföstu, 19. febrúar 2017:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 15/2 2017

1. sunnudagur í níuviknaföstu, 12. febrúar 2017:

Messa og barnastarf kl. 11.  Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal, djákna. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Eftir messu leggja fermingarbörnin til heimabakað meðlæti með kirkjukaffinu í Ási, og þiggja að gjöf Biblíur frá Safnaðarfélagi Ásprestakalls.

Munið lestur Passíusálmanna í Áskirkju þriðjudaga til föstudaga kl. 10 árdegis. Allir velkomnir.

Sigurður Jónsson, 7/2 2017

Síðasti sunnudagur eftir þrettánda, 5. febrúar 2017

Messa og barnastarf kl. 11.  Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sigfúsi Jónassyni guðfræðinema. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Að messu lokinni selur Safnaðarfélag Ásprestakalls súpu og brauð ásamt kaffisopa, í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar, til styrktar starfi sínu. Verð kr. 700.

Munið lestur Passíusálmanna í Áskirkju þriðjudaga til föstudaga kl. 10 árdegis. Allir velkomnir.

Sigurður Jónsson, 30/1 2017

4. sunnudagur eftir þrettánda, 29. janúar 2017:

Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Magnús Ragnarsson. Allir velkomnir!

Munið lestur Passíusálmanna í Áskirkju  á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 10 árdegis. Allir velkomnir!

Sigurður Jónsson, 25/1 2017

3. sunnudagur eftir þrettánda, 22. janúar 2017

Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Munið lestur Passíusálmanna í Áskirkju  á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 10 árdegis. Allir velkomnir!

Sigurður Jónsson, 18/1 2017

Passíusálmarnir í Áskirkju

Lestur Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar hefst í Áskirkju þriðjudaginn 17. janúar 2017 kl. 10:00 árdegis, og verður þá lesinn 1. Passíusálmur; Um Herrans Kristí útgang í grasgarðinn.  Lesinn verður einn Passíusálmur í senn á þessum tíma dags, alla þriðjudags-, miðvikudags-, fimmtudags- og föstudagsmorgna, fram í dymbilviku.  50. og síðasti sálmurinn verður lesinn miðvikudaginn 12. apríl.

Allir eru velkomnir til Áskirkju að hlýða á og hugleiða píslarsögu Frelsarans Jesú Krists í framsetningu sálmaskáldsins og njóta um leið þessarra gersema íslenskra trúarbókmennta.

Sigurður Jónsson, 16/1 2017

2. sunnudagur eftir þrettánda, 15. janúar 2017:

Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 11/1 2017

Fyrsti sunnudagur eftir þrettánda, 8. janúar 2017:

Útvarpsmessa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna. Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi leiðir samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson.

Sigurður Jónsson, 4/1 2017

Helgihald í Áskirkju síðustu daga aðventu, um jól og áramót:

16. desember, föstudagur:
Aðventu- og jólaguðsþjónusta að Norðurbrún 1 kl. 14.

18. desember, 4. sunnudagur í aðventu:
Messa í Áskirkju kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur prédikar og þjónar fyrir altari.

24. desember, aðfangadagskvöld:
Aftansöngur í Áskirkju kl. 18.

25. desember, jóladagur:
Hátíðarguðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13.
Hátíðarmessa með níu ritningarlestrum og jólasöngvum í Áskirkju kl. 14. Skírn og heilög kvöldmáltíð.

30. desember, föstudagur:
Jólaguðsþjónusta á Dalbraut 27 kl. 14.

31. desember, gamlárskvöld:
Aftansöngur í Áskirkju kl. 18.

6. janúar, föstudagur:
Þrettándaguðsþjónusta að Norðurbrún 1 kl. 14.

8. janúar, fyrsti sunnudagur eftir þrettánda:
Útvarpsmessa og sunnudagaskóli kl. 11.
GLEÐILEG JÓL! GÆFURÍKT KOMANDI ÁR!

Sigurður Jónsson, 14/12 2016

3. sunnudagur í aðventu, 11. desember 2016:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi leiðir samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í Ási að messu lokinni.

Sigurður Jónsson, 7/12 2016

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests:
eftir samkomulagi.

Sími í Áskirkju 581-4035,
farsími 864-5135.
Netfang: soknarprestur@askirkja.is

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Miðvikudagur

Kl. 15:30 Fermingarfræðsla
Kl. 17:30 Höndin - sjálfstyrkingarhópur
Kl. 19:30 Æfing Kórs Áskirkju

Dagskrá ...