Áskirkja

 

23. sunnudagur eftir trínitatis, 19. nóvember 2017:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni leiðir samverustundina ásamt guðfræðinemunum Benjamín Hrafni Böðvarssyni og Degi Fannari Magnússyni. Sögur og söngvar, bænir og brúður. Foreldrar, afar og ömmur velkomin í fylgd barnanna. Hressing í Ási á eftir.

Sigurður Jónsson, 15/11 2017

 

Jólahlaðborð Safnaðarfélags Áskirkju

Hið árlega jólahlaðborð safnaðarfélags Áskirkju verður fimmtudaginn 23. nóvember næstkomandi kl. 19. Húsið opnar kl. 18:30. Miðinn kostar 4500,- og gildir einnig sem happadrætti. Skráning er hafin hjá kirkjuverði í síma 588-8870 eða með tölvupósti á kirkjuvordur@askirkja.is.

 

 

Laufabrauðsgerðin verður svo sunnudaginn 3. des. milli kl. 13-16. Takið með ykkur brauðbretti og hnífa eða laufabrauðsjárn. Einnig eitthvað undir kökurnar. Laufabrauðið er selt og steikt á staðnum 150,- kakan. Panta þarf þann fjölda af kökum sem þið viljið fá fyrir 26. nóv. Tekið er við pöntunum í síma 863-1188 eða 553-0088. Allir velkomnir.

 

Safnaðarfélag Áskirkju.

berglind.ragnarsdottir, 14/11 2017

22. sunnudagur eftir trínitatis, Kristniboðsdagurinn, 12. nóvember 2017:

Útvarpsmessa og barnastarf á kristniboðsdaginn kl. 11:00. Sunnudagaskólinn verður í Dal, neðra safnaðarheimilinu í umsjá Benjamíns Hrafns Böðvarssonar og Dags Fannars Magnússonar. Við messuna þjónar séra Sigurður Jónsson sóknarprestur fyrir altari en séra Ragnar Gunnarsson kristniboði prédikar. Kammerkór Áskirkju syngur. Orgelleikari Þorvaldur Örn Davíðsson.

Jólabasar Safnaðarfélags Áskirkju hefst í Ási, efra safnaðarheimili kirkjunnar, strax að messu lokinni. Margt eigulegra muna, hannyrðir og bakstur, bækur og ótalmaargt fleira. Vöfflukaffi verður selt á kr. 500.

Sigurður Jónsson, 8/11 2017

Jólabasar Áskirkju

Sunnudaginn 12. nóv.

Næstkomandi sunnudag verður hinn árlegi jólabasar Áskirkju. Basarinn hefst strax eftir messu kl. 12. Mikið af fallegum munum, fatnaði, tertum, smákökum og handavinnu til sölu á góðu verði. Vöfflukaffi kr. 500,- Allir velkomnir.

Safnaðarfélag Áskirkju

 

berglind.ragnarsdottir, 8/11 2017

21. sunnudagur eftir trínitatis; Allra heilagra messa, 5. nóvember 2017

Messa og barnastarf kl. 11:00. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Karakórnum Esju leiða sönginn. Orgelleikari Kári Allansson. Heitt á könnunni í Ási að messu lokinni.
Guðsþjónusta á Helgafelli á Hrafnistu kl. 14:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Karlakórnum Esju leiða sönginn. Orgelleikari Kári Allansson.

Sigurður Jónsson, 1/11 2017

20. sunnudagur eftir trínitatis, siðbótardagurinn, 29. október 2017

Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon leiða samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Hljómfélagið syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási að lokinni messu.

Sigurður Jónsson, 25/10 2017

19. sunnudagur eftir trínitatis, 22. október 2017:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Benjamín og Dagur annast samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, orgelleikari Erla Rut Káradóttir. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 18/10 2017

18. sunnudagur eftir trínitatis, 15. október 2017:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 í umsjá séra Sigurðar Jónssonar og Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna. Þorvaldur Örn Davíðsson leikur á orgel og píanó. Brúður og sögur, bænir og leikir. Hressing í Ási, efri safnaðarsal kirkjunnar, að guðsþjónustu lokinni.

Sigurður Jónsson, 11/10 2017

17. sunnudagur eftir trínitatis, 8. október 2017:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Sunnudagaskólinn verður í höndum Benjamíns Hrafns Böðvarssonar og Dags Fannars Magnússonar. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Hressing í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 4/10 2017

16. sunnudagur eftir trínitatis, 1. október 2017:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon annast samverustund sunnudagaskólans. Hljómfélagið syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Sigurður Jónsson, 27/9 2017

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Senda tölvupóst
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Senda tölvupóst

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Sunnudagur

Kl. 11:00 Messa og barnastarf (fjjölskylduguðþjónusta þriðja hvern sunnud.)
Kl. 12:00 Messukaffi jafnan í safnaðarheimili á efri hæð, Ás.
Kl. 13:00 Guðsþjónusta á Skjóli að jafnaði síðasta sunnudag í mánuði

Dagskrá ...