Áskirkja

 

Næstsíðasti sunnudagur kirkjuársins, 13. nóvember 2016:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Birgir Ásgeirsson fyrrum prófastur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samveru sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Strax að messu lokinni stendur Safnaðarfélag Ásprestakalls fyrir vöfflukaffi, kökubasar og nytjamarkaði í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar, til fjáröflunar fyrir starf félagsins í þágu safnaðarins. Margt fágætra og eigulegra muna.

Sigurður Jónsson, 9/11 2016

Allra heilagra messa; 24. sunnudagur eftir trínitatis, 6. nóvember 2016:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Sigfús Jónasson guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í Ási aftir messu.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Magnús Ragnarsson. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir og aðstoð þeirra við flutning fólks milli hæða vel þegin.

Sigurður Jónsson, 2/11 2016

Tónleikar Kammerkórs Áskirkju á laugardaginn

MELODIA kammerkór Áskirkju frumflytur Missa Brevis eftir Oliver Kentish á tónleikum laugardaginn 29. október næstkomandi, ásamt því að flytja fleiri verk eftir íslensk tónskáld. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson.

Tónleikarnir verða í Laugarneskirkju og hefjast klukkan 16. Aðgangseyrir er 2.000 kr.

Magnús Ragnarsson, 25/10 2016

23. sunnudagur eftir trínitatis; Siðbótardagurinn, 30. október 2016

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni leiðir samverustund sunnudagaskólans. Hljómfélagið syngur, kórstjóri Fjóla Kristín Nikulásdóttir, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í Ási, efra safnaðarheimili kirkjunnar, eftir messu.

Sigurður Jónsson, 25/10 2016

22. sunnudagur eftir trínitatis, 23. október 2016:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni leiðir samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Arngerður María Árnadóttir. Kaffisopi eftir messu.

Sigurður Jónsson, 19/10 2016

21. sunnudagur eftir trínitatis, 16. október 2016:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í Ási að messu lokinni.

Sigurður Jónsson, 12/10 2016

20. sunnudagur eftir trínitatis, 9. október 2016:

Messa og barnastarf kl. 11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samverustund sunnudagaskólans. Séra Birgir Ásgeirsson fyrrverandi prófastur prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu og meðlæti í boði fermingarbarna komandi vors.

Sigurður Jónsson, 5/10 2016

19. sunnudagur eftir trínitatis, 2. október 2016

Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Sigfús Jónasson guðfræðinemar annast samveru sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Eftir messu selur Safnaðarfélag Ásprestakalls kaffi og rjómavöfflur í safnaðarheimilinu Ási. Verð kr. 700.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Sr. Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Almennur söngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir og aðstoð þeirra við flutninga fólks milli hæða er vel þegin.

Sigurður Jónsson, 28/9 2016

Kórtónleikar á föstudaginn.

Melodia kammerkór Áskirkju og Katarina Nova, einn af kammerkórum Katarinu kirkjunnar í Stokkhólmi halda tónleika í Áskirkju, föstudaginn 23. september nk. kl. 20.
Á efnisskrá eru bæði kirkjuleg og veraldleg verk úr ýmsum áttum.

Stjórnendur: Lars Anderson og Magnús Ragnarsson

Magnús Ragnarsson, 22/9 2016

25. september 2016, 18. sunnudagur eftir trínitatis:

Messa og barnastarf kl. 11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni leiðir samveru sunnudagaskólans ásamt Jarþrúði Árnadóttur guðfræðinema. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Sigfús Jónasson guðfræðinemi aðstoðar. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Heitt á könnunni að messu lokinni.

Sigurður Jónsson, 20/9 2016

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests:
eftir samkomulagi.

Sími í Áskirkju 581-4035,
farsími 864-5135.
Netfang: soknarprestur@askirkja.is

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Fimmtudagur

Kl. 12:00-15:00 Opið hús:
Kyrrðarstund í kirkju, hádegisverður í neðra safnaðarheimili, spil og spjall, söngstund.

Dagskrá ...