Áskirkja

 

11. sunnudagur eftir trínitatis, 27. ágúst 2017:

Messa kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna. Félagar úr Kammerkór Áskirkju syngja. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffi á könnunni í Ási eftir messu.
Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari og Magnús Ragnarsson leikur á orgelið við almennan söng viðstaddra. Vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Sigurður Jónsson, 23/8 2017

Organisti í Ássókn

Ássókn í Reykjavík auglýsir laust til umsóknar starf organista.  Um er að ræða 70% starf.

Gerð er krafa um að umsækjendur hafi kantorspróf frá Tónskóla eða sambærilega kirkjutónlistarmenntun og æskilegt að þeir hafi jafnframt reynslu af kórstjórn.

Leitað er að einstaklingi sem hefur mikinn metnað og frumkvæði, býr yfir framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og er tilbúinn til að leggja mikið af mörkum til eflingar tónlistarstarfs í Áskirkju.

Umsóknarfrestur er til 25. ágúst 2017 og ráðið verður í starfið frá og með 1. október 2017, eða samkvæmt samkomulagi.

Umsækjendur skulu fylla út meðfylgjandi eyðublað, sjá https://innri.kirkjan.is/pdf/samthykki-fyrir-oflun-upplysinga-ur-sakaskra.pdf og láta það fylgja umsóknum sínum.

Sóknarnefnd Áskirkju tekur ákvörðun um ráðningu.

Laun miðast við launataxta kjarasamnings Launanefndar Þjóðkirkjunnar og Félags íslenskra organleikara.

Frekari upplýsingar um starfið veita Kristján Guðmundsson, formaður sóknarnefndar í síma 820 6680, tölvupóstur saevo74@gmail.com og sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur, í síma 864 5135 og tölvupóstur soknarprestur@askirkja.is.

Umsóknum, ásamt fylgigögnum (prófskírteini, ferilskrár), skal skilað rafrænt til Kristjáns Guðmundssonar, tölvupóstur saevo74@gmail.com.

Sigurður Jónsson, 10/8 2017

Safnaðarferð 9. júlí og sumarleyfi 10. júlí til 22. ágúst 2017

Sumarferð Safnaðarfélags Ásprestakalls verður farin sunnudaginn 9. júlí. Ekið verður með hópferðabifreið frá Áskirkju kl. 7:20 að Landeyjahöfn og siglt með Herjólfi til Vestmannaeyja. Samkirkjuleg göngu-guðsþjónusta, tengd goslokahátíð, hefst í Landakirkju kl. 11, þaðan berst hún úr kirkju upp í hlíðar Eldfells og áfram niður í Stafkirkjuna á Skansinum. Þeir ferðalangar úr Áskirkju sem vilja taka þátt í göngu-guðsþjónustunni slást í hóp göngumanna, en hinum verður ekið niður að Stafkirkjunni. Brottför með Herjólfi úr Eyjum um kl. 16:00 og áætluð heimkoma til Reykjavíkur um kl. 18.
Sumarleyfi starfsfólks og sóknarprests Áskirkju stendur yfir frá 10. júlí til 22. ágúst, og fellur helgihald niður í kirkjunni á meðan.

Sigurður Jónsson, 5/7 2017

3. sunnudagur eftir trínitatis, 2. júlí 2017

Messa kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari Ragnheiður Sara Grímsdóttir, orgelleikari Magnús Ragnarsson.

Sigurður Jónsson, 28/6 2017

2. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, 25. júní 2017

Messa kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari Lilja Dögg Gunnarsdóttir. Orgelleikari Arngerður María Árnadóttir.
Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjá séra Sigurðar Jónssonar. Orgelleikari Friðrik Vignir Stefánsson. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir, og aðstoð þeirra við flutning heimilisfólks milli hæða vel þegin.

Sigurður Jónsson, 21/6 2017

Lýðveldisdagurinn, 17. júní og 1. sunnudagur eftir þrenningarhátíð, 18. júní 2017

Útiguðsþjónusta á lýðveldisdaginn, 17. júní kl. 11:00 við völundarhúsið (íhugunarbrautina) í Rósagarðinum í Laugardal. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar. Félagar úr Kammerkór Áskirkju syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar.
Messa í Áskirkju sunnudaginn 18. júní kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari Vigdís Sigurðardóttir. Organisti Magnús Ragnarsson.

Sigurður Jónsson, 13/6 2017

Sjómannadagurinn, 11. júní 2017:

Messa kl. 11. Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syngur. Orgelleikari Magnús Ragnarsson. Heitt á könnunni í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 5/6 2017

Hvítasunnudagur, 4. júní 2017

Messa og ferming kl. 11:00.  Fermdur verður Anthony Már Hafþórsson, Sifjarbrunni 1, Reykjavík.  Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari.  Kammerkór Áskirkju syngur.  Orgelleikari Magnús Ragnarsson.

Sigurður Jónsson, 31/5 2017

Uppstigningardagur, 25. maí 2017

Guðsþjónusta kl. 14:00 á kirkjudegi aldraðra. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syngur, orgelleikari Magnús Ragnarsson.

Að guðsþjónustu lokinni býður Safnaðarfélag Ásprestakalls til veglegra kaffiveitinga í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar.

Fjölmennum og bjóðum vinum með okkur!

Allir velkomnir!

Sigurður Jónsson, 23/5 2017

4. sunnudagur eftir páska, 14. maí 2017:

Guðsþjónusta kl. 14:00 með þátttöku félaga úr Átthagafélagi Sléttuhrepps. Athugið breyttan messutíma að þessu sinni. Ræðumaður Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syngur. Magnús Ragnarsson leikur á orgelið. Kaffisala Átthagafélagsins í Ási, safnaðarheimili Áskirkju að guðsþjónustu lokinni. Verð kr. 1.500.

Sigurður Jónsson, 9/5 2017

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Netfang sóknarprests
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Netfang Áskirkju

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Sunnudagur

Kl. 11:00 Messa og barnastarf
Kl. 12:00 Messukaffi jafnan í safnaðarheimili á efri hæð, Ás.
Kl. 13:00 Guðsþjónusta á Skjóli að jafnaði síðasta sunnudag í mánuði

Dagskrá ...