Áskirkja

 

20. sunnudagur eftir trínitatis, siðbótardagurinn, 29. október 2017

Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon leiða samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Hljómfélagið syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási að lokinni messu.

Sigurður Jónsson, 25/10 2017

19. sunnudagur eftir trínitatis, 22. október 2017:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Benjamín og Dagur annast samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, orgelleikari Erla Rut Káradóttir. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 18/10 2017

18. sunnudagur eftir trínitatis, 15. október 2017:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 í umsjá séra Sigurðar Jónssonar og Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna. Þorvaldur Örn Davíðsson leikur á orgel og píanó. Brúður og sögur, bænir og leikir. Hressing í Ási, efri safnaðarsal kirkjunnar, að guðsþjónustu lokinni.

Sigurður Jónsson, 11/10 2017

17. sunnudagur eftir trínitatis, 8. október 2017:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Sunnudagaskólinn verður í höndum Benjamíns Hrafns Böðvarssonar og Dags Fannars Magnússonar. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Hressing í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 4/10 2017

16. sunnudagur eftir trínitatis, 1. október 2017:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon annast samverustund sunnudagaskólans. Hljómfélagið syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Sigurður Jónsson, 27/9 2017

15. sunnudagur eftir trínitatis, 24. september 2017:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni annast samverustund sunnudagaskólans að þessu sinni. Kammerkór Áskirkju syngur. Orgelleikari Magnús Ragnarsson, sem senn lætur af störfum við Áskirkju, og verður þetta síðasta messan sem hann þjónar við þar. Kaffisopi og safatár í Dal eftir messu, þar sem Magnús verður kvaddur.

Sigurður Jónsson, 23/9 2017

Opna húsið hefst fimmtudaginn 21. september n.k.

Opið hús er alla fimmtudaga  í Áskirkju og eru  allir velkomnir.

Kl. 12.00  Kyrrðarstund í kirkjuskipi

kl. 12.30  Létt máltið í Dal, á neðri hæð kirkjunnar

kl. 13.00 Samvera með dagskrá

kl. 14.00 Söngstund með Bjarti Loga Guðnasyni nýjum organista kirkjunnar

Eftirfarandi Dagskrá haustannar 2017  milli kl. 13.00 – 14.00 er opin öllum

 • 21. sept. Spil, handavinna og spjall
 • 28. sept. Heilagur Franz frá Assisi: Ásdís Blöndal kynnir
 • 05. okt. Þórey Dögg Jónsdóggir  framkv. stj. Eldriborgararáðs hefur umsjón með stundinni
 • 12. okt. Spil, handavinna og spjall
 • 19. okt. Spil, handavinna og spjall
 • 26. okt. Dr.dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur og fl. leika ljúfa tónlist
 • 02. nóv. Spil, handavinna og spjall
 • 09. nóv. Rakel Pétursóttir listfræðingur fjallar um músikina í verkum Ásgríms Jóssonar listmálara
 • 16. nóv. Spil, handavinna og spjall
 • 23. nóv. Sr. Svavar Stfánsson fjallar um ævi Inga T. Lárussonar í tali og tónum
 • 20. nóv. Spil, handavinna og spjall
 • 07. des. Bjarni Harðarsson les upp úr nýrri bók sinni: Í skugga Drottins
 • 14. des. Aðventugleði
 • 18. janúar 2018  Heimsækjum við  Alþingishúsið í samstarfi við Laugarneskirkju (Ath. skráning)

linda.johannsdottir, 19/9 2017

14. sunnudagur eftir trínitatis, 17. september 2017:

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00 í umsjá séra Sigurðar og sunnudagaskólaleiðtoganna Benjamíns Hrafns og Dags Fannars. Söngur og sögur, bænir og brúður. Fermingarbörn næsta vors eru sérstaklega boðin velkomin til guðsþjónustunnar ásamt foreldrum sínum, og að henni lokinni verður kynningarfundur um fermingarstarfið í vetur. Kaffi og með því að guðsþjónustu og fundi loknum.

Sigurður Jónsson, 12/9 2017

13. sunnudagur eftir trínitatis; dagur kærleiksþjónustunnar, 10. september 2017:

Útvarpsmessa og barnastarf kl. 11:00 á degi kærleiksþjónustunnar. Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni Ássafnaðar prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurði Jónssyni sóknarpresti. Kammerkór Áskirkju syngur. Orgelleikari Magnús Ragnarsson. Á sama tíma sjá Benjamín Hrafn og Dagur Fannar um sunnudagaskólann í Dal, neðra safnaðarheimili kirkjunnar. Kaffisopi í Ási á eftir. Þú ert velkomin/n til kirkju á sunnudaginn, og bjóddu endilega með þér vinum.

Sigurður Jónsson, 6/9 2017

12. sunnudagur eftir trínitatis, 3. september 2017:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína á ný undir stjórn Benjamíns Hrafns Böðvarssonar og Dags Fannars Magnússonar. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kammerkór Áskirkju leiða sönginn. Orgelleikari Magnús Ragnarsson. Kaffi á könnu og djús í krús í Ási að messu lokinni.

Sigurður Jónsson, 30/8 2017

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests er eftir samkomulagi.
Netfang sóknarprests
Farsími: 864-5135.
________________________

Áskirkja skrifstofa:
Sími 588-8870.
Netfang Áskirkju

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Sunnudagur

Kl. 11:00 Messa og barnastarf
Kl. 12:00 Messukaffi jafnan í safnaðarheimili á efri hæð, Ás.
Kl. 13:00 Guðsþjónusta á Skjóli að jafnaði síðasta sunnudag í mánuði

Dagskrá ...