Áskirkja

 

Helgihald um bænadaga og páska 2017

Skírdagur, 13. apríl:    

Messa á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari Inga Dóra Stefánsdóttir. Organisti Magnús Ragnarsson.

Sameiginleg messa Ás- og Laugarnessafnaða í Laugarneskirkju kl. 20. Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurði Jónssyni. Organistar og söngstjórar Arngerður María Árnadóttir og Magnús Ragnarsson. Félagar úr Söngsveitinni Fílharmóníu flytja Sálumessu eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar Kristrún Friðriksdóttir og Valdimar Hilmarsson.

Föstudagurinn langi, 14. apríl:

Sameiginleg útvarpsguðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða í Áskirkju kl. 11. Séra Sigurður Jónsson og séra Davíð Þór Jónsson þjóna. Kammerkór Áskirkju syngur undir stjórn organistanna Magnúsar Ragnarssonar og Arngerðar Maríu Árnadóttur.

Páskadagur, 16. apríl:

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Páskamorgunverður að guðsþjónustu lokinni í boði Safnaðarfélags Ásprestakalls í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar.

Sameiginleg barna- og fjölskylduguðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða verður kl. 11 á páskadag í nýjum skála Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal. Komið verður saman við selalaugina í Húsdýragarðinum þar sem selirnir verða fóðraðir á páskasíldinni, og þaðan haldið til samverustundarinnar í skálanum.

 

Gleðilega páska!

Sigurður Jónsson, 12/4 2017

Pálmasunnudagur, 9. apríl 2017

Sunnudagaskóli kl. 11:00 í umsjá Benjamíns Hrafns og séra Sigurðar.

Messa og ferming kl. 14:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Sigfúsi Jónassyni guðfræðinema. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson.

Fermd verða: Guðmundur Sigurðsson, Efstasundi 25, Mist Funadóttir, Sporðagrunni 17, Ragnar Thor Melsted, Skipasundi 44 og Soffía Kjaran Pétursdóttir, Norðurbrún 32.

Sigurður Jónsson, 4/4 2017

Eldur geisar undir


Föstudagskvöldið 31. mars kl. 21 mun Melodia, kammerkór Áskirkju, halda tónleika neðanjarðar – nánar tiltekið í bílastæðahúsinu við Laugaveg 94 á hæð -3.

Tónleikarnir bera yfirskriftina ELDUR GEISAR UNDIR og efnisskráin samanstendur af verkum fjögurra erlendra samtímatónskálda: Veljo Tormis (1930–2017), William Albright (1944–1998), Samuel Barber (1910–1981) og Wolfram Buchenberg (1962).

Einsöngvarar á tónleikunum eru Bragi Bergþórsson, tenór og Bragi Jónsson bassi ásamt einsöngvurum úr hópi kórmeðlima.

Stjórnandi er Magnús Ragnarsson
Sviðshöfundur er Unnar Geir Unnarsson

Aðgangur að tónleikunum er ókeypis – hlökkum til að sjá sem flesta.

Magnús Ragnarsson, 30/3 2017

5. sunnudagur í föstu; Boðunardagur Maríu, 2. apríl 2017:

Barnastarf og messa með þátttöku Eldri borgararáðs Reykjavíkurprófastsdæmi kl. 11. Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni Ássafnaðar prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurði Jónssyni sóknarpresti. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Léttar veitingar verða fram bornar í forkirkjunni að messu lokinni.

Sigurður Jónsson, 28/3 2017

4. sunnudagur í föstu, 26. mars 2017

Messa og barnastarf kl. 11.  Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur þjónar fyrir altari. Þorgils Hlynur Þorbergsson cand. theol. prédikar. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Þorvaldur Örn Davíðsson.

Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2017 verður haldinn í Dal, neðri safnaðarsal Áskirkju, strax að messu lokinni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosningar. Önnur mál. Kaffiveitingar.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Svanhildur Blöndal þjónar. Organisti Friðrik Vignir Stefánsson. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Sigurður Jónsson, 14/3 2017

3. sunnudagur í föstu, 19. mars 2017

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Heitt á könnunni í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 14/3 2017

2. sunnudagur í föstu, 12. mars 2017:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Heitt á könnunni í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 7/3 2017

1. sunnudagur í föstu, 5. mars 2017:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal, djákna. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Að messu lokinni selur Safnaðarfélag Ásprestakalls súpuspón og kaffitár í Ási við vægu verði, kr. 700, til styktar starfi félagsins.

Sigurður Jónsson, 1/3 2017

Helgihald fellur niður vegna ófærðar!

Allt helgihald fellur niður í dag, sunnudaginn 26. febrúar 2017, vegna ófærðar á höfuðborgarsvæðinu.

Sigurður Jónsson, 26/2 2017

Sunnudagur í föstuinngang, 26. febrúar 2017:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Almennur söngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir og aðstoð þeirra við flutning fólks til og frá guðsþjónustunni vel þegin.

Sigurður Jónsson, 22/2 2017

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests:
eftir samkomulagi.

Sími í Áskirkju 581-4035,
farsími 864-5135.
Netfang: soknarprestur@askirkja.is

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Miðvikudagur

Kl. 15:30 Fermingarfræðsla
Kl. 17:30 Höndin - sjálfstyrkingarhópur
Kl. 19:30 Æfing Kórs Áskirkju

Dagskrá ...