Áskirkja

 

3. sunnudagur eftir þrettánda, 22. janúar 2017

Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Munið lestur Passíusálmanna í Áskirkju  á þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 10 árdegis. Allir velkomnir!

Sigurður Jónsson, 18/1 2017

Passíusálmarnir í Áskirkju

Lestur Passíusálma séra Hallgríms Péturssonar hefst í Áskirkju þriðjudaginn 17. janúar 2017 kl. 10:00 árdegis, og verður þá lesinn 1. Passíusálmur; Um Herrans Kristí útgang í grasgarðinn.  Lesinn verður einn Passíusálmur í senn á þessum tíma dags, alla þriðjudags-, miðvikudags-, fimmtudags- og föstudagsmorgna, fram í dymbilviku.  50. og síðasti sálmurinn verður lesinn miðvikudaginn 12. apríl.

Allir eru velkomnir til Áskirkju að hlýða á og hugleiða píslarsögu Frelsarans Jesú Krists í framsetningu sálmaskáldsins og njóta um leið þessarra gersema íslenskra trúarbókmennta.

Sigurður Jónsson, 16/1 2017

2. sunnudagur eftir þrettánda, 15. janúar 2017:

Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemar annast samverustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Sigurður Jónsson, 11/1 2017

Fyrsti sunnudagur eftir þrettánda, 8. janúar 2017:

Útvarpsmessa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna. Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi leiðir samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson.

Sigurður Jónsson, 4/1 2017

Helgihald í Áskirkju síðustu daga aðventu, um jól og áramót:

16. desember, föstudagur:
Aðventu- og jólaguðsþjónusta að Norðurbrún 1 kl. 14.

18. desember, 4. sunnudagur í aðventu:
Messa í Áskirkju kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur prédikar og þjónar fyrir altari.

24. desember, aðfangadagskvöld:
Aftansöngur í Áskirkju kl. 18.

25. desember, jóladagur:
Hátíðarguðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13.
Hátíðarmessa með níu ritningarlestrum og jólasöngvum í Áskirkju kl. 14. Skírn og heilög kvöldmáltíð.

30. desember, föstudagur:
Jólaguðsþjónusta á Dalbraut 27 kl. 14.

31. desember, gamlárskvöld:
Aftansöngur í Áskirkju kl. 18.

6. janúar, föstudagur:
Þrettándaguðsþjónusta að Norðurbrún 1 kl. 14.

8. janúar, fyrsti sunnudagur eftir þrettánda:
Útvarpsmessa og sunnudagaskóli kl. 11.
GLEÐILEG JÓL! GÆFURÍKT KOMANDI ÁR!

Sigurður Jónsson, 14/12 2016

3. sunnudagur í aðventu, 11. desember 2016:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi leiðir samverustund sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi í Ási að messu lokinni.

Sigurður Jónsson, 7/12 2016

Jólatónleikar Kammerkórs Áskirkju


Melodia – kammerkór Áskirkju býður að þessu sinni til jólatónleika heima í Áskirkju og flytur jólatónlist eftir Michael McGlynn, Morten Lauridsen, Finn Karlsson, Franz Liszt, Jórunni Viðar, Hector Berlioz, Hauk Tómasson og fleiri.

Tónleikarnir verða föstudaginn 2. desember og hefjast kl. 21:00.

Miðasala við innganginn, miðaverð 2.000 kr.
Heitt súkkulaði og jólalegt kruðerí innifalið í miðaverði.

Magnús Ragnarsson, 30/11 2016

2. sunnudagur í aðventu, 4. desember 2016:

Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Guðfræðinemarnir Benjamín Hrafn Böðvarsson og Sigfús Jónasson annast samveru sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson.

Aðventuhátíð Ássafnaðar kl. 16. Harpa Árnadóttir flytur hugvekju. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni velur og les aðventu- og jólaljóð. Fermingarbörn flytja helgileik. Söngsveitin Fílharmónía syngur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Almennur söngur. Súkkulaði og smákökur í Ási á eftir í boði sóknarnefndar og Safnaðarfélags Áskirkju.

Fjölmennum og tökum með okkur gesti!

Sigurður Jónsson, 30/11 2016

1. sunnudagur í aðventu, 27. nóvember 2016:

Messa og barnastarf kl. 11. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og Benjamín Hrafn Böðvarsson guðfræðinemi annast samveru sunnudagaskólans. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffi á könnunni að messu lokinni.
Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Magnús Ragnarsson. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir

Sigurður Jónsson, 23/11 2016

Síðasti sunnudagur kirkjuársins, 20. nóvember 2016:

Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni og séra Ása Laufey Sæmundsdóttir annast samveru sunnudagaskólans. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu. Laufabrauð verður skorið af list og steikt í Safnaðarheimilinu Ási laugardaginn 19. nóvember kl. 12-16 á vegum Safnaðarfélags Ásprestakalls.

Sigurður Jónsson, 16/11 2016

Sóknarprestur Ásprestakalls er séra Sigurður Jónsson.
Viðtalstími sóknarprests:
eftir samkomulagi.

Sími í Áskirkju 581-4035,
farsími 864-5135.
Netfang: soknarprestur@askirkja.is

Myndasíða kirkjunnar á Flickr

Fimmtudagur

Kl. 12:00-15:00 Opið hús:
Kyrrðarstund í kirkju, hádegisverður í neðra safnaðarheimili, spil og spjall, söngstund.

Dagskrá ...