Áskirkja

 

14. sunnudagur eftir trínitatis, 2. september 2018:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Sunnudagaskólinn hefur göngu sína á ný, eftir sumarleyfi, í umsjá Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og Benjamíns Hrafns Böðvarssonar guðfræðinema. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason.

Fermingarbörn komandi vors og foreldrar þeirra sérstaklega boðuð til messunnar og til kynningarfundar um fermingarstarf vetrarins strax eftir messu.

Að messu lokinni selur Safnaðarfélag Áskirkju vöfflukaffi í Ási. Verð kr. 500.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vandamenn og vinir heimilisfólks velkomnir og aðstoð þeirra vel þegin við flutning fólks milli hæða.

Sigurður Jónsson, 29/8 2018 kl. 11.08

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS