Áskirkja

 

22. sunnudagur eftir trínitatis, Kristniboðsdagurinn, 12. nóvember 2017:

Útvarpsmessa og barnastarf á kristniboðsdaginn kl. 11:00. Sunnudagaskólinn verður í Dal, neðra safnaðarheimilinu í umsjá Benjamíns Hrafns Böðvarssonar og Dags Fannars Magnússonar. Við messuna þjónar séra Sigurður Jónsson sóknarprestur fyrir altari en séra Ragnar Gunnarsson kristniboði prédikar. Kammerkór Áskirkju syngur. Orgelleikari Þorvaldur Örn Davíðsson.

Jólabasar Safnaðarfélags Áskirkju hefst í Ási, efra safnaðarheimili kirkjunnar, strax að messu lokinni. Margt eigulegra muna, hannyrðir og bakstur, bækur og ótalmaargt fleira. Vöfflukaffi verður selt á kr. 500.

Sigurður Jónsson, 8/11 2017 kl. 16.53

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS