Áskirkja

 

16. sunnudagur eftir trínitatis, 1. október 2017:

Messa og barnastarf kl. 11:00. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon annast samverustund sunnudagaskólans. Hljómfélagið syngur undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Organisti Þorvaldur Örn Davíðsson. Kaffisopi í Ási eftir messu.

Guðsþjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13:00. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vinir og vandamenn heimilisfólks velkomnir.

Sigurður Jónsson, 27/9 2017 kl. 17.48

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS