Áskirkja

 

Helgihald um bænadaga og páska 2017

Skírdagur, 13. apríl:    

Messa á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Forsöngvari Inga Dóra Stefánsdóttir. Organisti Magnús Ragnarsson.

Sameiginleg messa Ás- og Laugarnessafnaða í Laugarneskirkju kl. 20. Séra Davíð Þór Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurði Jónssyni. Organistar og söngstjórar Arngerður María Árnadóttir og Magnús Ragnarsson. Félagar úr Söngsveitinni Fílharmóníu flytja Sálumessu eftir Gabriel Fauré. Einsöngvarar Kristrún Friðriksdóttir og Valdimar Hilmarsson.

Föstudagurinn langi, 14. apríl:

Sameiginleg útvarpsguðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða í Áskirkju kl. 11. Séra Sigurður Jónsson og séra Davíð Þór Jónsson þjóna. Kammerkór Áskirkju syngur undir stjórn organistanna Magnúsar Ragnarssonar og Arngerðar Maríu Árnadóttur.

Páskadagur, 16. apríl:

Hátíðarguðsþjónusta kl. 8 árdegis. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Ásdísi Pétursdóttur Blöndal djákna. Kammerkór Áskirkju syngur. Organisti Magnús Ragnarsson. Páskamorgunverður að guðsþjónustu lokinni í boði Safnaðarfélags Ásprestakalls í Ási, safnaðarheimili kirkjunnar.

Sameiginleg barna- og fjölskylduguðsþjónusta Ás- og Laugarnessafnaða verður kl. 11 á páskadag í nýjum skála Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal. Komið verður saman við selalaugina í Húsdýragarðinum þar sem selirnir verða fóðraðir á páskasíldinni, og þaðan haldið til samverustundarinnar í skálanum.

 

Gleðilega páska!

Sigurður Jónsson, 12/4 2017 kl. 19.18

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS