Áskirkja

 

Sunnudagurinn 14. október

Messa og barnastarf kl. 11:00
 Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Önnu Þóru Paulsdóttur guðfræðinema.
Ása Laufey Sæmundsdóttir og Viðar Stefánsson guðfræðinemar sjá um samveru sunnudagaskólans. Fermingarbörnin aðstoða.
Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Þorgerður Ólafsdóttir nemandi við Söngskólann í Reykjavík, syngur einsöng.

Messuþjónahópar – Kynningarfundur eftir messu                                                  Kynningarfundur um starf messuþjónahópa verður haldinn í Áskirkju eftir messu sunnudaginn 14. október. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur og Anna Þóra Paulsdóttir guðfræðinemi segja frá starfi leikmanna við helgihaldið, sem víða hefur gefist vel, aukið kirkjusókn og eflt liðsandann í kirkjustarfinu.
Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í slíku starfi í Áskirkju eru velkomnir og eindregið hvattir til að koma á fundinn, sem hefst að loknum kaffisopa eftir messu um kl. 12:30.

Ásdís Pétursdóttir Blöndal, 11/10 2012 kl. 11.37

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS