Áskirkja

 

Minningartónleikar um Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson sunnudaginn 7. október kl. 20:00

Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson var merkur ungur maður, hann var einn helsti málvísindamaður okkar Íslendinga með doktorspróf í fræðunum, fróður, skemmtilegur og eldheitur jafnréttissinni sem lét að sér kveða í þeim efnum eftir að eignast dóttur fyrir nokkrum árum.

Gunnar Hrafn drukknaði við Eyrarsundsbrúna þann 4. ágúst í fyrra þar sem hann var við köfun, aðeins 35 ára gamall. Hann skilur eftir sig konu, fósturson og fyrrnefnda dóttur.

Vinir hans og kunningjar hafa ákveðið að stofna til minningartónleika um Gunnar Hrafn, á afmælisdegi Rögnu dóttur hans þann 7. október næstkomandi kl. 20:00 í Áskirkju við Norðurbrún.
Flytjendur gefa vinnu sína og allur ágóði fer í sjóð fyrir börnin hans.

Á dagskránni er fjölbreytt tónlist í léttari kantinum og stór hópur flytjenda kemur fram. Það eru Diljá Sigursveinsdóttir fiðla, Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanó, Grímur Helgason klarínett, Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Hrönn Þráinsdóttir píanó, Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúna, Jón Svavar Jósefsson barítón, Ólöf Sigursveinsdóttir selló, Pétur Húni Björnsson tenór, Snorri Heimisson fagott og Þórarinn Már Baldursson víóla.

Aðgangseyrir verður 2500 krónur en það verð er einungis viðmiðun, enginn þarf frá að snúa þó þeir geti ekki greitt svo mikið og eins er öllum í sjálfsvald sett að greiða meira inn.

Magnús Ragnarsson, 3/10 2012 kl. 15.47

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS