Áskirkja

 

Þriðjudagurinn 2. október

Fræðslukvöld Starfs- og leikmannaskóla þjóðkirkjunnar

Eins og kunnugt er verður þjóðaratkvæðagreiðsla 20. október um nýja stjórnarskrá þar sem meðal annars verður greitt atkvæðu um hvort ákvæði um þjóðkirkju eigi að vera í stjórnarskránni. Starfs- og leikmannaskóli þjóðkirkjunnar býður til kynningar og umræðu um þetta mál á fræðslukvöldi með dr. Hjalta Hugasyni og sr. Steinunni Arnþrúði Björnsdóttur í efra safnaðarheimili klukkan 19-21. Einnig verður kynntur upplýsingavefur þjóðkirkjunnar um þjóðaratkvæðagreiðsuna. Þátttaka er öllum opin en fólk er beðið um að skrá sig hjá Kristínu Arnardóttur á Biskupsstofu s. 528 4000 eða kristin.arnardottir@kirkjan.is.

Spilakvöld Safnaðarfélags Áskirkju

Spilakvöldið verður auðvitað á sínum stað í safnaðarheimilinu á neðri hæðinni klukkan 20:00. Gengið er inn um neðri inngang kirkjunnar og eru allir hjartanlega velkomnir.

Eva Björk Valdimarsdóttir, 29/9 2012 kl. 12.42

     

    Áskirkja, Vesturbrún 30, 104 Reykjavík. Sími 588-8870 / 581-4035 , fax 581-4060 · Kerfi RSS